Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Page 222
1955
— 220
Frá slysdegi (20. apríl ’55)—30. sept. ’55 ................ 100%
— 1. okt. ’55—30. apríl ’56 ............................ 80%
— 1. maí ’56—31. júlí ’56 .............................. 60%
— 1. ágúst ’56—30. sept. ’56 ........................... 50%
Úr því varanleg örorka .................................... 35%.“
Við meðferð málsins í réttarmála-
deild vék prófessor Snorri Hallgrims-
son sæti i deildinni, en í hans stað
kom Friðrik Einarsson, deildarlæknir
á handlæknisdeild Landspítalans.
MdliS er lagt fgrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er álits um eftirfarandi at-
riði:
1. Verður talið, að stefnandi hafi
hlotið varanlega örorku af völdum
slyss þess, sem hann varð fyrir hinn
21. apríl 1955 og um ræðir í málinu?
2. Verði því játað, hver telst þá sú
örorka vera?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1: Læknaráð telur, að varanleg
örorka hafi hlotizt af slysinu hinn 21.
april 1955.
Ad 2: Læknaráð fellst á örorkumat
. .., sérfræðings í lyflækningum, dags.
6. október 1956, og telur varanlega
örorku hæfilega metna 35%.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 11. júní 1957,
staðfest af forseta og ritara 20. s. m.
sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sjó- og verzlunar-
dóms Reykjavíkur, kveðnum upp 8. október
1957, var stefndi dæmdur til að greiða stefn-
anda kr. 212100.00 auk 6% ársvaxta frá 21.
apríl 1955 til greiðsludags og kr. 13000.00 i
málskostnað. Stefnanda var dæmdur sjóveð-
réttur í b/v Keflvíkingi til tryggingar fjár-
hæðum þessum.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.