Studia Islandica - 01.06.1967, Side 10
8
settir leikar. Búi fer þangað til fundar við Ölöfu Kolla-
dóttur. Kjaln. 1610-174. Kolfinnur kolbítur að Elliðavatni
rís upp og heldur til leikanna. Hann vegur örn og skorar
siðan á Búa til hólmgöngu. Þeir berjast, en Búi nemur síð-
an Ólöfu á brott í hellinn. Kolfinnur reynir að vinna Búa.
Búi hyggur á utanferð. Hann berst við bróðursyni Þorgríms,
Helga og Vakur, en þeir fara utan. Kjaln. 1716-277. Búi
fer utan, fyrst til Orkneyja, síðan til Noregs. Hittir konung
og Helga og Vakur við hirðina. Vegna hofbrennunnar á
Búi að sækja tafl til Dofra. Hann kemst þangað og dvelur
hjá Fríði Dofradóttur. Hann getur barn við Fríði og fær
taflið. Hann kemur aftur til konungs og glímir við blámann.
Fer til íslands. Kjaln. 279—3722. Á meðan hefur Ólöf eign-
azt dóttur, Þuríði, með Búa. Helgi og Vakur hafa flutt þau
tíðindi út, að Búi sé dauður. Kolfinnur nemur Ólöfu á brott.
Kjaln. 3724-384. Búi kemur út. Kolfinnur gerir Búa fyrirsát,
en Búi vegur hann. Búi vill ekki eiga Ólöfu. Hann sættist
við Þorgrím og kvænist Helgu Þorgrímsdóttur. Búi býr að
Esjubergi tólf vetur og hefur mannaforráð. Kjaln. 384-4132.
Jökull sonur Búa og Fríðar kemur út. Búi og Jökull glíma
og Búi fellur. Jökull fer utan. Búi er grafinn að kirkju á
Esjubergi. Kjaln. 424-444.
ÝMIS ATRIÐI 1 BYGGINGU SÖGUNNAR
2.0. Kjalnesinga saga er íslendinga saga og ein hinna
yngstu þeirra. Atriði eins og landnámslýsing, illdeilur, leik-
ar, hólmganga, utanferð og dvöl við norsku hirðina eru oft
eða oftast í slíkum sögum og einnig í Kjalnesinga sögu. Áð-
ur en höfundur Kjalnesinga sögu skrifar sögu sína, hefur
hann því nokkuð ákveðnar hugmyndir um byggingu eða
skema slíkrar sögu. Það hlýtur að stafa af þekkingu á að
minnsta kosti einhverjum hluta þeirra Islendinga sagna, sem
til voru um 1300. Þetta skema, sem í stórum dráttum er
ákvarðað af bókmenntagreininni, er meginatriði í gerð sög-
unnar.