Studia Islandica - 01.06.1967, Page 10

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 10
8 settir leikar. Búi fer þangað til fundar við Ölöfu Kolla- dóttur. Kjaln. 1610-174. Kolfinnur kolbítur að Elliðavatni rís upp og heldur til leikanna. Hann vegur örn og skorar siðan á Búa til hólmgöngu. Þeir berjast, en Búi nemur síð- an Ólöfu á brott í hellinn. Kolfinnur reynir að vinna Búa. Búi hyggur á utanferð. Hann berst við bróðursyni Þorgríms, Helga og Vakur, en þeir fara utan. Kjaln. 1716-277. Búi fer utan, fyrst til Orkneyja, síðan til Noregs. Hittir konung og Helga og Vakur við hirðina. Vegna hofbrennunnar á Búi að sækja tafl til Dofra. Hann kemst þangað og dvelur hjá Fríði Dofradóttur. Hann getur barn við Fríði og fær taflið. Hann kemur aftur til konungs og glímir við blámann. Fer til íslands. Kjaln. 279—3722. Á meðan hefur Ólöf eign- azt dóttur, Þuríði, með Búa. Helgi og Vakur hafa flutt þau tíðindi út, að Búi sé dauður. Kolfinnur nemur Ólöfu á brott. Kjaln. 3724-384. Búi kemur út. Kolfinnur gerir Búa fyrirsát, en Búi vegur hann. Búi vill ekki eiga Ólöfu. Hann sættist við Þorgrím og kvænist Helgu Þorgrímsdóttur. Búi býr að Esjubergi tólf vetur og hefur mannaforráð. Kjaln. 384-4132. Jökull sonur Búa og Fríðar kemur út. Búi og Jökull glíma og Búi fellur. Jökull fer utan. Búi er grafinn að kirkju á Esjubergi. Kjaln. 424-444. ÝMIS ATRIÐI 1 BYGGINGU SÖGUNNAR 2.0. Kjalnesinga saga er íslendinga saga og ein hinna yngstu þeirra. Atriði eins og landnámslýsing, illdeilur, leik- ar, hólmganga, utanferð og dvöl við norsku hirðina eru oft eða oftast í slíkum sögum og einnig í Kjalnesinga sögu. Áð- ur en höfundur Kjalnesinga sögu skrifar sögu sína, hefur hann því nokkuð ákveðnar hugmyndir um byggingu eða skema slíkrar sögu. Það hlýtur að stafa af þekkingu á að minnsta kosti einhverjum hluta þeirra Islendinga sagna, sem til voru um 1300. Þetta skema, sem í stórum dráttum er ákvarðað af bókmenntagreininni, er meginatriði í gerð sög- unnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.