Studia Islandica - 01.06.1967, Side 24
22
staðir þeirra hafa vissulega lifað lengi í sögnum á Kjalar-
nesi, og trúlegt er, að járnklukkan ryðgaða fyrir kirkjunni
á Esjubergi og guðspjallabókin þar „með írsku letri“ hafi
haldið í munnmælum þar um slóðir sögunni um uppruna
sinn. Hins vegar er á það að líta, að hafi höfundur Kjal-
nesinga sögu haft Landnámu að heimild, hefur hann notað
hana svo sparlega og hrotið svo djarflega í bága við sagn-
fræði hennar, að furðu má gegna.“ 1
Loks segir Hermann Pálsson: „Það má telja mjög vafa-
samt, að arfsagnir um írska frumbyggja Kjalarness hafi
varðveitzt þar unz sagan var rituð.“ 2
Má nú líta á textana.3
Kjalnesinga saga. Sturlubák. Hauksbák.
1. Helgi bjóla, son Helgi Bióla son Kietils Hœlgi biola svn Ketils
Ketils flatnefs, flatnefs for til Islandz flatnefs for til Islanðs
or Sudreyium. hann af Svðr eyivm. hann
var med Ingolfi eN var með Ingolfi hinn
fyrsta vetr fysta vetr
Qrðin „Helgi bjóla, son Ketils flatnefs“ eru sameiginleg.
Kjaln. Sturlub. Hauksb.
2. nam Kjalarnes ok nam med hans radi ok nam með hans raði
millnm Leiruvágs ok Kialarnes allt milli Kialar nes allt millim
Botnsár ok bjó at Hofi Mogilsár ok Mydals- Mogils ar ok Mydals
á Kjalarnesi. ár. hann bió at Hofi. ár. hann bio at Hofi.
Sameiginlegt er, að sagt er, hvar hann nam land, hversu
vítt og hvar hann bjó. 1 Kjalnesinga sögu eru þó landnáms-
mörkin önnur og víðari. Botnsá myndaði mikilsverð mörk á
síðari tímum, sbr. 15. lið.
Kjaln. Sturlub. Hauksb.
3. Hann var nytmenni mikit í forn-
um sið, blótmaðr lítill, spakr ok hægr
við alla. Helgi átti Þórnýju, dóttur Ing-
ólfs í Vík, er fyrst byggði Island.
1 Kjalnesinga saga 1959, vii-viii.
2 Hermann Pálsson 1960(b), 237.
3 Kjalnesinga saga 1959, 3-5, Landnámabók 1900, 10-11, 135-136,
Óláfs saga Tryggvasonar en mesta I 1958, 266-268, SkarSsárbók 1958,
12-13, Jón Jóhannesson 1941, 129.