Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 25

Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 25
23 Þessi kafli á sér ekki samsvörun í Landnámu. Fyrst er hér lýsing á Helga bjólu. Athyglisvert er, að hann er talinn vera „blótmaðr lítill.“ Á þessum stað í Landnámu er ekkert sagt um trú hans. En aftast í Landnámu, Sturlubók 399. k., Hauksbók 356. k., er hann talinn skírður eða kristinn. Þess má geta, að Jón Jóhannesson álítur, að sá kafli hafi ekki verið í Styrmisbók.1 Athuga má, að höfundur Kjalnesinga sögu hefxn* hugsað töluvert um nöfn og örnefni, sjá 5.4. og 10.3., og Helgi bjóla býr að Hofi. Það stingur nokkuð í stúf við Helga magra í Kristnesi og Ketil fíflska í Kirkjubæ. Hér er eins og farið sé milliveg milli þess, sem lesa má út úr bæjarnafninu, og þess, sem segir í Sturlubók og Hauksbók. Framferði Þorgríms, sonar Helga bjólu í Kjalnesinga sögu, sem sagan segir að lét „reisa hof mikit í túni sínu,“ Kjaln. 7, minnir nokkuð á Sturlubók 399. k. Þar segir um hina kristnu landnámsmenn: „helldu þeir sumer vel Kristni til dauda- dags eN þat gekk ovida i ætter. þuiat syner þeirra srnnra reistu hof ok blótudu.“ 2 Þannig var um Hrólf, son Helga magra, sem bjó í Gnúpafelli og reisti þar hof mikið.3 Sbr. einnig: „Þá stóð enn kirkja sú at Esjubergi, er örlygr hafði látit gera; gaf þá engi maðr gaum at henni,“ Kjaln. 43. 1 síðari hlutanum er sagt frá kvonfangi Helga bjólu. 1 Landnámu segir, að Helgi bjóla var með Ingólfi hinn fyrsta vetur, sjá 1. lið, en kvonfangs Helga bjólu er ekki getið.4 1 Jón Jóhannesson 1941, 69. 2 Landnámabók 1900, 231, hið sama í Hauksbókartexta, 125. 3 JLandnámabók 1900, 79 og 197. 4 Enn ein heimild er til um landnám Helga bjólu, en það er Lax- dæla: „Helgi bjólan kom skipi sínu fyrir sunnan land ok nam Kjalarnes allt á milli Kollafjarðar ok Hvalfjarðar ok bjó at Esjubergi til elli,“ Lax- dœla saga 1934, 6. Auknefni Helga bjólu er hér frábrugðið og án efa upp- haflegra en i Landnámu og Kjalnesinga sögu, Laxdœla saga 1934, 3 nm. Landnámsmörkin eru óákveðnari en í Landnámu og i Kjalnesinga sögu. Helgi bjóla er sagður hafa búið að Esjubergi, en ekki örlygur. Höfundur Laxdælu virðist hafa notað forna gerð Landnámu, líklega forrit Styrmis, Jón Jóhannesson 1941, 213-. Beint liggur við að ætla, að Laxdæla sé hér trúverðugri en Landnáma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.