Studia Islandica - 01.06.1967, Qupperneq 25
23
Þessi kafli á sér ekki samsvörun í Landnámu. Fyrst er hér
lýsing á Helga bjólu. Athyglisvert er, að hann er talinn vera
„blótmaðr lítill.“ Á þessum stað í Landnámu er ekkert sagt
um trú hans. En aftast í Landnámu, Sturlubók 399. k.,
Hauksbók 356. k., er hann talinn skírður eða kristinn. Þess
má geta, að Jón Jóhannesson álítur, að sá kafli hafi ekki
verið í Styrmisbók.1 Athuga má, að höfundur Kjalnesinga
sögu hefxn* hugsað töluvert um nöfn og örnefni, sjá 5.4. og
10.3., og Helgi bjóla býr að Hofi. Það stingur nokkuð í stúf
við Helga magra í Kristnesi og Ketil fíflska í Kirkjubæ. Hér
er eins og farið sé milliveg milli þess, sem lesa má út úr
bæjarnafninu, og þess, sem segir í Sturlubók og Hauksbók.
Framferði Þorgríms, sonar Helga bjólu í Kjalnesinga sögu,
sem sagan segir að lét „reisa hof mikit í túni sínu,“ Kjaln. 7,
minnir nokkuð á Sturlubók 399. k. Þar segir um hina kristnu
landnámsmenn: „helldu þeir sumer vel Kristni til dauda-
dags eN þat gekk ovida i ætter. þuiat syner þeirra srnnra
reistu hof ok blótudu.“ 2 Þannig var um Hrólf, son Helga
magra, sem bjó í Gnúpafelli og reisti þar hof mikið.3 Sbr.
einnig: „Þá stóð enn kirkja sú at Esjubergi, er örlygr hafði
látit gera; gaf þá engi maðr gaum at henni,“ Kjaln. 43.
1 síðari hlutanum er sagt frá kvonfangi Helga bjólu. 1
Landnámu segir, að Helgi bjóla var með Ingólfi hinn fyrsta
vetur, sjá 1. lið, en kvonfangs Helga bjólu er ekki getið.4
1 Jón Jóhannesson 1941, 69.
2 Landnámabók 1900, 231, hið sama í Hauksbókartexta, 125.
3 JLandnámabók 1900, 79 og 197.
4 Enn ein heimild er til um landnám Helga bjólu, en það er Lax-
dæla: „Helgi bjólan kom skipi sínu fyrir sunnan land ok nam Kjalarnes
allt á milli Kollafjarðar ok Hvalfjarðar ok bjó at Esjubergi til elli,“ Lax-
dœla saga 1934, 6. Auknefni Helga bjólu er hér frábrugðið og án efa upp-
haflegra en i Landnámu og Kjalnesinga sögu, Laxdœla saga 1934, 3 nm.
Landnámsmörkin eru óákveðnari en í Landnámu og i Kjalnesinga sögu.
Helgi bjóla er sagður hafa búið að Esjubergi, en ekki örlygur. Höfundur
Laxdælu virðist hafa notað forna gerð Landnámu, líklega forrit Styrmis,
Jón Jóhannesson 1941, 213-. Beint liggur við að ætla, að Laxdæla sé hér
trúverðugri en Landnáma.