Studia Islandica - 01.06.1967, Side 67
65
ÁHUGAMÁL
5.0. Hér verða rakin nokkur sérstök atriði, sem ef til vill
mætti nefna áhugamál. Þetta verður gert þannig, að Kjal-
nesinga saga verður jafnóðum borin saman við texta Hauks
Erlendssonar, sjá 4.O., á sama hátt og í 4.1.-4.12., þar sem
rætt var um bókanotkun.
5.1. Fornleifar og tímasetning. 1 Kjalnesinga sögu er all-
löng lýsing á hofi, sem sýnir áhuga á gömlum byggingum,
sjá 3.2. Þetta hof er brennt, Kjaln. 12-13, en nokkuð af viðn-
um bjargast. 1 lok hoflýsingarinnar segir, Kjaln. 7-8: „Þau
þvertré váru i skálanum at Hofi, er verit höfðu í hofinu, þá
er Óláfr Jónsson lét bregða; lét hann þá öll kljúfa í sundr ok
váru þá enn alldigr.“
f sögunni segir, Kjaln. 8: „Þorgrímr lét setja várþing á
Kjalarnesi suðr við sjóinn; enn sér stað búðanna.“
Fremst í sögunni er talað um plenarium og járnklukku
vigða, sjá 3.1.1 lok sögunnar segir, Kjaln. 43-44: „Sú in sama
járnklukka hekk þá fyrir kirkjunni á Esjubergi, er Árni bisk-
up réð fyrir stað, Þorláksson, ok Nikulás Pétrsson bjó at Hofi,
ok var þá slitin af ryði. Árni biskup lét ok þann sama plenar-
ium fara suðr í Skálholt ok lét búa ok líma öll blöðin í kjölinn,
ok er írskt letr á.“
Þessi atriði sýna áhuga á gömlum minjum og aðgæzlu við
tímasetningu. Tvívegis er miðað við bændur á sama bæ,
Nikulás Pétursson er ekki þekktur, en Ólafur Jónsson átti
bú að Hofi um miðja 13. öld.1 Árni Þorláksson var biskup í
Skálholti 1262-1298.
Má nú líta á svipuð atriði hjá Hauki.
í Hauksbók segir svo í kaflanum um Flóka Vilgerðarson:
„þar ser enn skala topt þeira inn fra Branslæk ok sua hrofit
ok sva seydi þeira.“ 2 Þetta er ekki í Sturlubók ok Jón Jó-
hannesson álítur þetta vera innskotsgrein í Hauksbók.3
1 Kjalnesinga saga 1959, 8 nm.
2 Landnámabók 1900, 5.
3 Jón Jóhannesson 1941, 178. Um sennileik þessarar frásagnar sjá
Olaf Olsen 1966, 193.
5