Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 68
66
1 Sturlubók Landnámu segir: ,.Af þeim KneRi eru brand-
ar vedr spair fyrer dvrum i Miklagardi.“ 1 Hauksbókartexta
segir aftur á móti: „af þeim kneRi erv brandar fyri dvrvm
lengi siþan i Miklagarði veðr spair miok allt fram vm daga
Branz byskvps.“ 1
1 Fóstbræðra sögu stendur, samkvæmt texta Möðruvalla-
bókar: „þau þili héldusk allt til þess, er Magnús byskup var
at staðnum í Skálaholti inn síðari.“ 1 Hauksbókartexta hefur
þessu verið breytt: „hann (þ. e. skálinn) stóð enn, er Ámi
biskup inn síðari var vígðr til Skálaholts.“ 2
1 Landnámu Hauks endar ættartala þannig: „Eyiolfs
f(oðvr) Branz er nv byr i Skogvm.“ 3
Sjá einnig skyld atriði hjá Hauki í 5.2.
Þessi atriði sýna einnig áhuga á gömlum minjum og at-
hugun við tímasetningu. Brandur Sæmundarson var biskup
á Hólum 1162—1201, en Brandur Jónsson 1263—1264. Magn-
ús Gizurarson var biskup í Skálholti 1216—1237, en Ámi
Helgason 1304-1320.
5.2. Mælingar. 1 hoflýsingunni í Kjalnesinga sögu kem-
ur fram atriði, sem bendir til athugunar um mælingar,
' sjá 3.2.
Má nú líta á nokkur dæmi úr textum Hauks.
í Fóstbræðra sögu, texta Möðruvallabókar, segir: „gerði
sinv megin hvarr þeira skalann. Skalinn var um endilangt
þilinn, enn eigi auðrum þilium.“ Texti Flateyjarbókar er
nálega eins. I Hauksbókartexta stendur: „Þeir gerðu þar
skala vm vetrinn, ok gerði sinvegar hvarr þeira. Hann er
xix alna ok xl alna langr.“ 4 Þetta virðist vera viðbót Hauks.
Hlutföll skálans má reyndar bera saman við 3.2., lið 2.
Enn má nefna þennan kafla, sem staðið hefur í Hauks-
bók: „Biarni SkeGbroddas(on) sokti elldhus við i Noregi. oc
1 Landnámabók 1900, 200, 83, sbr. Jón lóhannesson 1941, 201-202.
2 FóstbrœSra saga 1943, 184 og nm.
3 Landnámabók 1900, 103. Jón Jóhannesson 1941, 179, getur þess til,
að Brandur hafi verið heimildarmaður Hauks.
4 FóstbrœSra saga 1925-27, 87-88.