Studia Islandica - 01.06.1967, Qupperneq 70
68
hafi setið og spyrnzt í iljar. Þvermál hellnanna verður
þannig um 4 álnir og ummál þá um 12 álnir.1 Ef svo er,
hefur Haukur kunnað að reikna ummál hrings. Reglur um
það er að finna í Rími II. Þar segir: „Geometrici mæla svo,
at sircumferenncia hvers hrings hafi i ser þren diametur sin
ok hin 7. hlut af diametri, sem þa at 7 alnar se diametur, enn
22 alnar circumferencia." 2
Auk þess má minna á, að Algorismus er í Hauksbók, sjá
4.0., en ekki með hendi Hauks.3
Hér hafa verið rakin nokkur atriði, sem benda til athug-
ana um mælingar og í því sambandi stærðfræði. Til saman-
burðar má nefna, að Valtýr Guðmundsson safnaði í bók sinni
um íbúðarhús lýsingum í fornritum á stærð húsa.4 Þessi
dæmi eru: 1. Skálar Iljörleifs, „ok er aunnur toptin xviij.
fadma eN aunnur xix.“ 5 2. Skáli Bjarna Skeggbroddason-
ar í Krossavík, síðar reistur að Hofi, en þá minni, sjá hér að
framan. 3. Eldhús Gísla Súrssonar á Hóli, „Eldhúsit var tí-
rœtt at lengð, en tíu faðma breitt.“ 6 4. Skálinn á Reykja-
hólum í Fóstbræðra sögu, sjá hér að framan. 5. Bygging,
1 Sven B. F. Jansson 1945, 137-139.
2 AlfrœSi íslenzk II 1914-16, 99-100. Hið sama er í AlfrœSi íslenzk
II 1914-16, 231-232. Það er í sömu ritgerð og flatarmálsmynd sú, sem
nota má til að finna gullsnið, sjá 3.2. neðanmáls. Kafli, sem er í sumum
handritum af Rimi II, AlfræSi íslenzk II 1914-16, 91, er í Hauksbók
1892-96, 175.
3 Stefán Karlsson 1964, 117, 119, bendir á, að Algorismus sé í þeim
hluta Hauksbókar, sem sennilega sé ritaður á meðan Haukur var á Is-
landi 1306-1308. Áhrifa frá arabískri stærðfræði og stjörnufræði, sem
komin eru frá Johannes de Sacrobosco, gætir bæði i Algorismus, Hauks-
bók 1892-96, cxxxi, og í Rími II, AlfræSi íslenzk II 1914-16, xlv, sbr.
xxxviii. Útreikningar um flóð og fjöru í Rími II, sem talið er vera frá ár-
unum 1271-1305, AlfræSi íslenzk II1914-16, xliv, virðast vera gerðir við
sunnanverðan Faxaflóa og þá sennilega í Viðey, AlfræSi íslenzk II1914-
16, xlix-1, og benda þá til stærðfræðiiðkana þar á þeim tíma. Þar eð senni-
legt er, að Haukur hafi verið á Suðvesturlandi, er hugsanlegt, að hann
hafi fengið Algorismus í Viðey, sem var helzta menntasetur á þeim
slóðum. Haukur hefur getað kynnzt Rími II á sama stað.
4 Valtýr GuSmundsson 1889, 74.
5 Landnámabók 1900, 132. Sama i Hauksbókartexta, Landnámabók
1900, 7.
6 Gísla saga 1943, 30.