Studia Islandica - 01.06.1967, Page 73
71
Draga af nofnurn Gudanna nefn sona sinna, so sem af Þórs
nafne Þorolf, edur Þorstein edur Þorgrim ..1
5.5. Lög. Tvö atriði í þessu sambandi hjá höfundi Kjal-
nesinga sögu hafa þegar verið rædd i 4.13. og 4.14. og hið
þriðja í 2.34. Nokkur önnur atriði má nefna. 1 sögunni segir,
að Þorgrimur á Hofi hafði „mannaforráð allt til Nýjahrauns
ok kallat er Brundælagoðorð,“ Kjaln. 6-7, og síðar segir:
„Tók þá Búi við mannaforræði; hafði hann allt út at Nýja-
hrauni ok inn til Botnsár,“ Kjaln. 41. Hér er talað um goð-
orðið eins og það sé staðbundið, og er það ungt merki og
miðað við síðari tima, eftir að landinu hafði verið skipt milli
sýslumanna.2
f sögunni segir: „Þorgrímr lét setja várþing á Kjalarnesi
suðr við sjóinn; . . . þar skyldi öll mál (nokkur handrit hafa:
smámál) sækja ok þau ein til alþingis leggja, er þar yrði eigi
sótt eða stærst væri,“ Kjaln. 8.
I sögunni segir enn fremur: „Þat vár, er Búi var tólf vetra,
en Þorsteinn, son Þorgríms, var átján vetra, stefndi Þorsteinn
Búa um rangan átrúnað til Kjalarnessþings ok lét varða skóg-
gang. Þessa sök sótti Þorsteinn, ok varð Búi sekr skógarmaðr,“
Kjaln. 10. Tilefnið til sektar Búa minnir nokkuð á Kristni
sögu: „þat svmar a alþingi var þat i log tekit at frændr
hinna kristnv manna skylldv sœkia vm þa goðlostvn nanari
[en] þriðia brœðra ok fimari en nesta brœðra. þat svmar
var Stefnir sottr vm k[ri]stni.“ 3 Stefnir var einmitt af Kjal-
arnesi. Sbr. einnig Hjalta Skeggjason, sem var „dœmðr sekr
fiorbavgs maðr vm goð ga.“ 4 Um rangan átrúnað, sjá 4.14.
Einnig má athuga, að þegar Þorgrímur gerir rannsókn hjá
Esju, eru þeir þrjátíu saman, Kjaln. 14. Þetta kann að vera
tilviljUn, því að hópar þrjátíu manna eru engan veginn
1 Hauksbók 1892-96, 503-504. Hið sama kemur fram í Eyrbyggju.
sbr. 4.7.: „Þau Þórólfr ok Unnr áttu son, er Steinn hét. Þenna svein gaf
Þórólfr Þór, vin sínum, ok kallaði hann Þorstein," Eyrbyggja saga 1955,
12. Sbr. Hauksbók 1892-96, cxxxv.
2 Einar Ól. Sueinsson 1965, 85.
3 Hauksbók 1892-96, 132.
4 Hauksbók 1892-96, 138.