Studia Islandica - 01.06.1967, Page 78

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 78
76 Af því, sem hér hefur verið rakið, er ljóst, að Haukur hefur haft áhuga á írskum mönnum, eins og Jón Jóhannes- son benti á. Ástæðunnar til þessa áhuga kann að vera að leita í því, að Haukur rekur ætt sína hvað eftir annað til Kjarvals Irakonungs.1 Honum hefur greinilega verið sú ætt hugleik- in. Haukur rekur einnig ætt frá Kjarvali til Sturlusona, en það er ætt Steinunnar, konu hans.2 En í þessu sambandi má líta á tvö önnur dæmi úr Hauks- bók. I Eiríks sögu rauða segir í Skálholtsbókartexta: „þat ætla menn huitra manna. lannd.“ 1 Hauksbókartexta segir: „ok etla menn at þat hafi uerit huitra manna land eda ir- land ed mykla.“ 3 Um Hvítramannaland og frland hið mikla sjá Landnámabók.4 f Eiríks sögu rauða segir enn fremur í Skálholtsbókartexta: „þa biama grimolfs .s. bar i grænlanndz haf.“ í Hauksbókartexta stendur aftur á móti: „Þa biarna gunnolfs .s. bar i irlandz haf.“ 5 í báðum þessum tilvikmn er sá að verki, sem nefndur hefur verið annar íslenzki skrifari Hauksbókar. En þetta stendur hvort tveggja rétt áður en Haukur tekur sjálfur til við að skrifa. Nokkru síðar í sögunni segir í Skálholtsbók: „Enn baturin. ok þeir er þar voru. a. foru leidar sinar til þess er þeir tokv. lannd.“ En í Haukshók: „forv þeir siþan leiðar sinnar til þers er þeir komv til dyflinar i irlandi.“ 6 Þama skrifar Haukur sjálfur. Sven B. F. Jansson varpar fram þeirri spumingu, hvort írland hið mikla sé ekki viðbót í Hauksbókartexta.7 Á hin- um staðnum er einnig hugsanlegt, að breytt sé í Hauksbók, e. t.v. með hliðsjón af Þórhalli veiðimanni, sem rak upp á írlandi fyrr í sögunni, rétt áður en Haukur hættir að skrifa sjálfur.8 Ef svo er, hefur Haukur a.m. k. fylgzt með breyt- 1 Hauksbók 1892- 96, 68-69, 72-74, og einkum 123, 435, 444. 2 Landnámabók 1900, 68. 3 Sven B. F. Jansson 1945, 77. 4 Landnámabók 1900, 41, 165. 5 Sven B. F. Jansson 1945, 78. 6 Sven B. F. Jansson 1945, 80. 7 Sven B. F. Jansson 1945, 146. 8 Sven B. F. Jansson 1945, 68.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.