Studia Islandica - 01.06.1967, Qupperneq 78
76
Af því, sem hér hefur verið rakið, er ljóst, að Haukur
hefur haft áhuga á írskum mönnum, eins og Jón Jóhannes-
son benti á. Ástæðunnar til þessa áhuga kann að vera að leita
í því, að Haukur rekur ætt sína hvað eftir annað til Kjarvals
Irakonungs.1 Honum hefur greinilega verið sú ætt hugleik-
in. Haukur rekur einnig ætt frá Kjarvali til Sturlusona, en
það er ætt Steinunnar, konu hans.2
En í þessu sambandi má líta á tvö önnur dæmi úr Hauks-
bók. I Eiríks sögu rauða segir í Skálholtsbókartexta: „þat
ætla menn huitra manna. lannd.“ 1 Hauksbókartexta segir:
„ok etla menn at þat hafi uerit huitra manna land eda ir-
land ed mykla.“ 3 Um Hvítramannaland og frland hið mikla
sjá Landnámabók.4 f Eiríks sögu rauða segir enn fremur í
Skálholtsbókartexta: „þa biama grimolfs .s. bar i grænlanndz
haf.“ í Hauksbókartexta stendur aftur á móti: „Þa biarna
gunnolfs .s. bar i irlandz haf.“ 5 í báðum þessum tilvikmn
er sá að verki, sem nefndur hefur verið annar íslenzki
skrifari Hauksbókar. En þetta stendur hvort tveggja rétt
áður en Haukur tekur sjálfur til við að skrifa. Nokkru síðar
í sögunni segir í Skálholtsbók: „Enn baturin. ok þeir er þar
voru. a. foru leidar sinar til þess er þeir tokv. lannd.“ En í
Haukshók: „forv þeir siþan leiðar sinnar til þers er þeir
komv til dyflinar i irlandi.“ 6 Þama skrifar Haukur sjálfur.
Sven B. F. Jansson varpar fram þeirri spumingu, hvort
írland hið mikla sé ekki viðbót í Hauksbókartexta.7 Á hin-
um staðnum er einnig hugsanlegt, að breytt sé í Hauksbók,
e. t.v. með hliðsjón af Þórhalli veiðimanni, sem rak upp á
írlandi fyrr í sögunni, rétt áður en Haukur hættir að skrifa
sjálfur.8 Ef svo er, hefur Haukur a.m. k. fylgzt með breyt-
1 Hauksbók 1892- 96, 68-69, 72-74, og einkum 123, 435, 444.
2 Landnámabók 1900, 68.
3 Sven B. F. Jansson 1945, 77.
4 Landnámabók 1900, 41, 165.
5 Sven B. F. Jansson 1945, 78.
6 Sven B. F. Jansson 1945, 80.
7 Sven B. F. Jansson 1945, 146.
8 Sven B. F. Jansson 1945, 68.