Studia Islandica - 01.06.1967, Page 79
77
ingu skrifarans, því hann breytir áfram í samræmi við
hana. En einnig er hugsanlegt, að Haukur hafi látið breyta
þessu. Hann kann þá að hafa lesið fyrir tvær neðstu línum-
ar á blaði 101 r í Hauksbók, þar sem þetta stendur hvort
tveggja. En sjálfur tekur hann til við að skrifa efst á blaði
101 v.1 Ef svo er, bendir þetta í sömu átt og annað, sem rakið
hefur verið í þessum kafla.
HÖFUNDUR
6.0. Nú má draga saman nokkuð af því, sem komið hef-
ur fram í 4.0.-4.14. og í 5.O.—5.6.
Að því má leiða rök, að vísu með mjög misjafnlega sterk-
um eða veikum líkum, að ritáhrifa gæti í Kjalnesinga sögu
frá þessum ritum: Landnáma, Hákonar saga góða, Ólafs saga
Tryggvasonar, Ólafs saga helga, Fóstbræðra saga, Laxdæla
saga, Eyrbyggja saga, Vatnsdæla saga, Kormáks saga, Alex-
anders saga, Örvar-Odds saga, Gautreks saga, Járnsíða og
Kristinréttur Áma biskups Þorlákssonar. Ef sögumar í
Heimskringlu eru taldar saman em þetta tólf rit.2
Samanhurður við texta Hauksbókar bendir til þess, að
Haukur hafi einnig þekkt þessi rit, e. t. v. að Kormáks sögu
og Alexanders sögu frátöldum. Lagatextana má ætla, að
hann hafi þekkt. Auk þessa má benda á, að höfundur Kjal-
nesinga sögu og Haukur virðast hafa haft skylda eða sömu
texta í tveimur tilvikum, þar sem unnt er að athuga slíkt.
Það er Landnáma, sjá 3.1. og Eyrbyggja, sjá 3.2. og 4.7.
1 Hauksbók 1960, ix-x, f. 101 r - f. 101 v.
2 Til samanburðar má nefna nokkur dæmi, sem bent hefur verið á
um hugsanleg ritáhrif í nokkrum ungum sögum. Króka-Refs saga, senni-
lega frá öðrum fjórðungi 14. aldar: Auðunar þáttur vestfirzka, Fóst-
bræðra saga, e. t. v. Þjalar-Jóns saga, Kjalnesinga saga 1959, xxxv-xxxvi.
Þórðar saga hreðu, um miðja 14. öld: Landnáma, Islendingabók, Laxdæla,
einhver konungasaga, Njála, Kjalnesinga saga 1959, xlv-lv. Finnboga
saga, um eða eftir 1300: Vatnsdæla, Gunnlaugs saga ormstungu, Hallfreð-
ar saga, Kjalnesinga saga, Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd Snorrason,
Kjalnesinga saga 1959, lxiii-lxviii. Harðar saga, yngri gerð, um miðja 14.
öld: Njála, Grettis saga, Hardar saga 1960, 103-104.