Studia Islandica - 01.06.1967, Page 82

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 82
80 segir: „Hann hafði snæri um sik hvem dag.“ Búi verst með grjóti, sem hann varpar úr slöngu sinni, Kjaln. 11. Finnbogi verst einnig með grjóti.1 Snæri Finnboga gæti virzt vera blint •mótíf. Sbr. einnig 2.26. og 2.28. Einnig má nefna, að í Kjal- nesinga sögu segir: „1 þann tíma var Irland kristit,“ Kjaln. 3-4. 1 Finnboga sögu segir: „Grikkland var þá vel kristit,“ sjá 3.1. Loks má minna á, að í engri þessara sagna, sem Björn M. Ólsen talar um, er vísa. Björn M. Ólsen segir svo: „Báðar þessar sögur eru að öll- um líkindum ingri enn Finnboga saga, og ef hjer er nokkuð samband á milli sagnanna, þá er Finnboga saga hjer víst fremur veitandi en þiggjandi.“ 2 Vegna snæris Finnboga er þó alveg eins líklegt, að þessu sé öfugt farið. Einar Ól. Sveins- son álítur Finnboga sögu ritaða „til að rétta þann krók, sem Víðdælum var beygður í Vatnsdæla sögu.“ 3 Þá er senni- legt, að hún sé rituð þar um slóðir, enda getur Björn M. Ól- sen þess til, að sagan sé rituð undir handarjaðri eða að hvöt- um Gizurar galla í Víðidalstungu.4 En Haukur Erlendsson og Gizur galli í Víðidalstungu hafa verið tengdir og nákunn- ugir, og er það rökstutt í 8.0. Ennfremur má athuga, að Finnur Jónsson álitur, að Völu- spá í Hauksbók sé rituð með sömu hendi og er á Codex Wor- mianus.5 Finnur Jónsson álítur, að Codex Wormianus sé frá því um 1350 og sé norðlenzkt handrit, ef til vill frá Þing- eyrum.6 Sigurður Nordal telur Codex Wormianus vera frá því um 1360 og tekur í sama streng og Finnur Jónsson um upprunann.7 Það er þá hugsanlegt, að Hauksbók hafi verið í Húnavatnssýslu upp úr miðri 14. öld.8 1 Finnboga saga 1959, 259, 296-297. 2 Björn M. Ólsen 1929-1959, 342. 3 V'atnsdœla saga 1959, xiv. 4 Björn M. Ólsen 1929-1959, 348. 5 Hauksbók 1892-96, xvi, sbr. Hauksbók 1960, xi. 6 Edda Snorra Sturlusonar, Codex Wormianus 1924, ii, vi. 7 Codex Wormianus 1951, 16-18. 8 Alfred Jakobsen 1964, 44-50, rekur nokkur handrit, sem hann álít- ur, að séu sennilega skrifuð með sömu hendi og Völuspá í Hauksbók, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.