Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 82
80
segir: „Hann hafði snæri um sik hvem dag.“ Búi verst með
grjóti, sem hann varpar úr slöngu sinni, Kjaln. 11. Finnbogi
verst einnig með grjóti.1 Snæri Finnboga gæti virzt vera blint
•mótíf. Sbr. einnig 2.26. og 2.28. Einnig má nefna, að í Kjal-
nesinga sögu segir: „1 þann tíma var Irland kristit,“ Kjaln.
3-4. 1 Finnboga sögu segir: „Grikkland var þá vel kristit,“
sjá 3.1. Loks má minna á, að í engri þessara sagna, sem Björn
M. Ólsen talar um, er vísa.
Björn M. Ólsen segir svo: „Báðar þessar sögur eru að öll-
um líkindum ingri enn Finnboga saga, og ef hjer er nokkuð
samband á milli sagnanna, þá er Finnboga saga hjer víst
fremur veitandi en þiggjandi.“ 2 Vegna snæris Finnboga er
þó alveg eins líklegt, að þessu sé öfugt farið. Einar Ól. Sveins-
son álítur Finnboga sögu ritaða „til að rétta þann krók, sem
Víðdælum var beygður í Vatnsdæla sögu.“ 3 Þá er senni-
legt, að hún sé rituð þar um slóðir, enda getur Björn M. Ól-
sen þess til, að sagan sé rituð undir handarjaðri eða að hvöt-
um Gizurar galla í Víðidalstungu.4 En Haukur Erlendsson
og Gizur galli í Víðidalstungu hafa verið tengdir og nákunn-
ugir, og er það rökstutt í 8.0.
Ennfremur má athuga, að Finnur Jónsson álitur, að Völu-
spá í Hauksbók sé rituð með sömu hendi og er á Codex Wor-
mianus.5 Finnur Jónsson álítur, að Codex Wormianus sé
frá því um 1350 og sé norðlenzkt handrit, ef til vill frá Þing-
eyrum.6 Sigurður Nordal telur Codex Wormianus vera frá
því um 1360 og tekur í sama streng og Finnur Jónsson um
upprunann.7 Það er þá hugsanlegt, að Hauksbók hafi verið
í Húnavatnssýslu upp úr miðri 14. öld.8
1 Finnboga saga 1959, 259, 296-297.
2 Björn M. Ólsen 1929-1959, 342.
3 V'atnsdœla saga 1959, xiv.
4 Björn M. Ólsen 1929-1959, 348.
5 Hauksbók 1892-96, xvi, sbr. Hauksbók 1960, xi.
6 Edda Snorra Sturlusonar, Codex Wormianus 1924, ii, vi.
7 Codex Wormianus 1951, 16-18.
8 Alfred Jakobsen 1964, 44-50, rekur nokkur handrit, sem hann álít-
ur, að séu sennilega skrifuð með sömu hendi og Völuspá í Hauksbók, en