Studia Islandica - 01.06.1967, Side 89
87
Annars er slöngu getið á nokkrum stöðum í ritum. í Eiríks
sögu segir, að skrælingjar höfðu valslöngur. Eins og Matthías
Þórðarson nefnir i athugasemd, er sennilega átt við hand-
slöngur.1 I Konungsskuggsjá er sagt, að sú skemmtan sé góð
og haldkvæm að venja sig á að kasta langt og beint af slöngu,
bæði stafslöngu og handslöngu.2 1 Stjórn segir um Davíð:
„Siðan tok hann ser slongv i hönd. þvi at hann hafði vaniz
at fleygia til fvgla stginvm. þa er hann gætti hiarðar.“ ...
„hann græip þa æinn stgininn or skreppo sinne oc skavt i
slöngvna. slöngði siðan ok slo rætt framan i ennið þæim
vanda vikingi Goliath.“ 3 f Guðmundar drápu, sem talin er
vera eftir Árna Jónsson ábóta á 14. öld, segir svo um Guð-
mund: „drengrinn stóð með dýra slpngu / Dávíðs kóngs á
múri hávum.“ 4 Athuga má, að Davíð leggur frá sér vopn
Sáls og segir: „Eigi hefi ek vanða til vapn at bera.“ ... „Siðan
tok hann ser slöngv i hönd.“ 5 Sbr. það, sem sagt er um Búa:
„Hann vildi ok aldri með vápn fara, heldr fór hann með
slöngu eina.“ Það er athugandi, að Búi á í höggi við heiðna
menn og kynni að hafa fengið vopn Davíðs, en hann hefur
auðvitað verið alþekktur.
Loks má líta á enn eitt dæmi. f Alexanders sögu segir:
„fiolðe bogmanna oc þeira er með slongor foro.“ 6 f 3.2. og
4.10. kom fram, að höfundur Kjalnesinga sögu hefur að öll-
um líkindum haft Alexanders sögu fyrir framan sig, þegar
hann skrifaði hoflýsinguna. Þessi setning stendur skömmu
síðar í sögunni en sá kafli, sem höfundur Kjalnesinga sögu
tekur upp. í AM 519 a 4to er sá kafli t. d. rétt um miðja blað-
síðu 6a, en þessi setning er efst á blaðsíðu 6b.7 í Kjalnes-
inga sögu er slöngu Búa fyrst getið skömmu á eftir hoflýs-
ingunni, Kjaln. 7-8 og 9. Hafi höfundi Kjalnesinga sögu
1 Eiríks saga rauða 1935, 228.
2 Konungs skuggsiá 1945, 59, sbr. einnig 62.
3 Stjorn 1862, 464-465.
4 Den norsk-islandske Skjaldedigtning B II 1915, 450.
5 Stjorn 1862, 464.
6 Alexanders saga 1925, 23.
7 Alexanders saga 1925, 21-23.