Studia Islandica - 01.06.1967, Page 91

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 91
89 hafi sagt til sín og frýr honum hugar. Þeir berjast enn um stund og eru móðir. Alibrandur spyr hinn að nafni og frýr honum hugar, ræðst síðan að homnn. Hildibrandur spyr, hvort hann sé af Ylfingaætt, en hann neitar. Hildibrandur særir Alibrand í lærið, hann þykist gefast upp og réttir Hildi- brandi sverð sitt, en reynir að höggva á hönd hans, en Hildi- brandur segir: „þetta slagh mun þier kient hafa þin kona enn æigi þinn fader.“ Fellir nú Hildibrandur Alibrand, setur sverð fyrir hrjóst honum og spyr hann að heiti. Alibrandur neitar að segja, og Hildibrandur segir þá til sín og kannast þá hvor við annan.1 Hliðstæða við þessa sögu í Kjalnesinga sögu kemur fyrir á fjórum stöðum. Það er á persnesku um Rustam og Sohrab, á rússnesku um Ilia Muromets, á írsku um Cú Chulainn og á þýzku í Hildibrandskviðu, en sögnin í Þiðriks sögu er ná- skyld henni. Efni þessara f jögurra sagna hefur Jan de Vries rakið og borið saman.2 Hér verður stuðzt við rakningu hans, en samanburði við Kjalnesinga sögu bætt við. Hann skiptir efni sagnanna í tíu hluta. 1. Der Vater zeugt in der Fremde bei einer zufalligen Begegnung mit einer Frau einen Sohn. Svo í írsku og rúss- nesku sögunum, og enn fremur í Kjalnesinga sögu. Rustam giftist konungsdóttur, en Hildibrandur á son í hjónabandi, en hefur sjálfur farið að heiman. Jan de Vries gerir þó í 8. lið ráð fyrir því, að í Hildibrandskviðu sé breytt frá eldri sögu. 2. Beim Abschied gibt der Vater ein Erkennungszeichen, damit der Sohn ihn spater wird finden können. Svo í pers- nesku og rússnesku sögunum. I irsku sögunni er talað um hring, en hann kemur ekki síðar við sögu. I Hildibrandskviðu kemur fyrir hringur, sem Hildibrandur gefur syni sínum. I báðum þessum tilvikum álítur Jan de Vries, að hringurinn sé sagnleif eða blint mótíf. 1 Kjalnesinga sögu gefur Dofri Búa hring. Það er hugsanlegt, að þarna sé einnig tnn sagn- 1 Þtínks saga II 1908-11, 328-330, 343, 347-351. 2 Jan de Vries 1953, 260, 266-268.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.