Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 91
89
hafi sagt til sín og frýr honum hugar. Þeir berjast enn um
stund og eru móðir. Alibrandur spyr hinn að nafni og frýr
honum hugar, ræðst síðan að homnn. Hildibrandur spyr,
hvort hann sé af Ylfingaætt, en hann neitar. Hildibrandur
særir Alibrand í lærið, hann þykist gefast upp og réttir Hildi-
brandi sverð sitt, en reynir að höggva á hönd hans, en Hildi-
brandur segir: „þetta slagh mun þier kient hafa þin kona enn
æigi þinn fader.“ Fellir nú Hildibrandur Alibrand, setur
sverð fyrir hrjóst honum og spyr hann að heiti. Alibrandur
neitar að segja, og Hildibrandur segir þá til sín og kannast þá
hvor við annan.1
Hliðstæða við þessa sögu í Kjalnesinga sögu kemur fyrir
á fjórum stöðum. Það er á persnesku um Rustam og Sohrab,
á rússnesku um Ilia Muromets, á írsku um Cú Chulainn og
á þýzku í Hildibrandskviðu, en sögnin í Þiðriks sögu er ná-
skyld henni. Efni þessara f jögurra sagna hefur Jan de Vries
rakið og borið saman.2 Hér verður stuðzt við rakningu hans,
en samanburði við Kjalnesinga sögu bætt við. Hann skiptir
efni sagnanna í tíu hluta.
1. Der Vater zeugt in der Fremde bei einer zufalligen
Begegnung mit einer Frau einen Sohn. Svo í írsku og rúss-
nesku sögunum, og enn fremur í Kjalnesinga sögu. Rustam
giftist konungsdóttur, en Hildibrandur á son í hjónabandi,
en hefur sjálfur farið að heiman. Jan de Vries gerir þó í 8. lið
ráð fyrir því, að í Hildibrandskviðu sé breytt frá eldri sögu.
2. Beim Abschied gibt der Vater ein Erkennungszeichen,
damit der Sohn ihn spater wird finden können. Svo í pers-
nesku og rússnesku sögunum. I irsku sögunni er talað um
hring, en hann kemur ekki síðar við sögu. I Hildibrandskviðu
kemur fyrir hringur, sem Hildibrandur gefur syni sínum.
I báðum þessum tilvikum álítur Jan de Vries, að hringurinn
sé sagnleif eða blint mótíf. 1 Kjalnesinga sögu gefur Dofri
Búa hring. Það er hugsanlegt, að þarna sé einnig tnn sagn-
1 Þtínks saga II 1908-11, 328-330, 343, 347-351.
2 Jan de Vries 1953, 260, 266-268.