Studia Islandica - 01.06.1967, Side 96
94
7.5. Ef meta á hugsanleg keltnesk minni í Kjalnesinga
sögu, eins og fram kom í 7.O., verður að greina milli þriggja
atriða: 1. Vestrænt landnám á Kjalarnesi, ef það er sagn-
fræðileg staðreynd, sjá um það 10.0. 2. Áhugi höfundar á
írskum mönnum, sjá rakningu í 5.6. 3. Keltnesk minni.
Það, sem stafar af áhuga höfundar, verður að leggja til
hliðar og gæta þess, að það hafi ekki áhrif á niðurstöðu. Það,
sem rakið var í 7.2. og 7.3., má skýra á einfaldari hátt en
þann, að það sé af keltneskum uppruna. Eftir verður þá það,
sem rakið var í 7.4. Ef frásögn Kjalnesinga sögu er nmnin
frá írsku sögunni, hefur hún borizt til íslands á landnáms-
öld eins og Einar Ól. Sveinsson ætlar, sjá 7.0., eða síðar,
sjá athuganir í 9.0.1 Hún hefur þá aðlagazt íslenzkum sögn-
um í ýmsum atriðum eins og eðlilegt er, sjá t. d. 2.13., 2.45.-
2.46.2 En um þetta verður ekkert fullyrt. Sé sögnin í raun-
inni keltnesk og vestrænt landnám á Kjalarnesi staðreynd,
er þó vafasamt, að hún hafi geymzt staðhundin þar alla tíð
frá landnámsöld fram undir 1300, sjá 9.0.
EXCURSUS I. GIZUR GALLI
8.0. I sambandi við það, sem sagt var í 6.O., skal hér litið
stuttlega á Gizur galla í Víðidalstungu. Helzta heimildin
mn hann er annállinn í Flateyjarbók, sem Jón Hákonarson,
sonarsonm- Gizurar, lét skrifa. Um Gizur galla hefur Jón
1 Sbr.: „Der Tod von CúChulainns Sohn ist einer der wenigen Stoffe
der alteren Heldensage, die auch im Zeitalter der Balladen ihre Lebens-
kraft bewahrt haben,“ Rudolf Thurneysen 1921, 407.
2 Sbr. einnig: “An invisible person or supernatural creature supports
a contestant in a wrestling match or in single combat when he is on the
point of falling,” og dæmi, Eiruzr Ól. Sveinsson 1964, clxxvi. Sbr. enn
fremur, að Hálfdan glimir við Sleggju og þá er kippt undan henni fótun-
um, en Brana segir Hálfdani síðar, að hún hafi gert það, Hálfdanar saga
Brönufóstra 1950, 299, 302. Sögurnar kunna einnig að hafa þróazt í svip-
aða átt óháð hvor annarri, sbr. hér að framan um orð Búa, ferð yfir hafið,
glímu og aldur. Vandséð er t. d., að á annan hátt megi skýra líkindi ís-
lenzku og irsku þjóðsagnanna um Gilitrutt og Girle Guairle, Aa.-Th. 500.