Studia Islandica - 01.06.1967, Page 99
97
Nú skal aftur vikið að fyrstu utanferð Gizurar. 1 Flateyjar-
annál segir við árið 1308: „vtanferd sendibodanna brodur
Biamar ok sira Lafranz ok herra Baardar Hognasonar ok
herra Hauks Erlendzsonar. ok Gizorar galla.“ 1 Sú tilgáta
Jóns Jóhannessonar, að Gizur hafi verið dæmdur utan á náð
konungs, er heldur sennileg. En það er athyglisvert, að hann
skuli vera orðinn hirðmaður árið eftir, 1309. Það má gizka á,
að ríkisráðsmaðurinn Haukur Erlendsson hafi átt einhvem
þátt í því. Það má jafnvel ætla, að Gizur hafi stillt svo til að
fara utan með Hauki, en hann var á Islandi 1306—1308.
Má nú e. t. v. einnig líta á Svíþjóðarför Gizurar, þótt þar
sé margt óljóst. Annállinn segir, að þetta hafi gerzt 1317-
1318, en Jón Jóhannesson hallast fremur að því, að þetta
hafi gerzt 1318-1319. Sennilegri virðist þó vera tilgáta P. A.
Munchs, en hann skýrir þetta svo, að Gjarðar og Gizur hafi
verið teknir um imbrudaga að vori, 8.-11. marz 1318, og þá
er skiljanlegt, að þeir frusu inni. Þá hefur Gizur setið inni
til 22. april. P.A. Munch segir: „Dette var ogsaa den eneste
Tid, paa hvilken man under den hele Krig kan tænke sig
Muligheden af et Sammenstod mellem norske Skibe og Kong
Byrges Folk ved Sveriges Kyst, thi just da, samtidigt med
Slaget ved Karlaby, havde Byrge for en kort Tid Overhaand.
Man kan ikke henfore Kampen til Hosten og Vintren 1318,
thi da var Krigen, som det nedenfor vil sees, paa det nær-
meste til Ende.“ 2 Það kann því að vera, að annállinn ársetji
atburðina rétt, hvernig sem á að túlka þá í smáatriðum.
Það er athyglisvert, að Gizuri skyldi vera hlíft, en Gjarðar
tekinn af lífi. Sú tilgáta Jóns Jóhannessonar, að Gizur hafi
einhvem veginn notið þess, að hann var íslendingur, er
ekki sennileg. Gagnvart Svíum var hann hirðmaður Noregs-
konungs. Annállinn segir: „vtleystr Gizor galli af tuminum
1 Islandske Annaler 1888, 391.
2 P. A. Munch 1859, 636-637. Athuga má, að Birgir var farinn úr
landi haustið 1318 og kom ekki aftur til Svíþjóðar, Svenska folkets historia
I 1915, 19.
7