Studia Islandica - 01.06.1967, Qupperneq 102
100
er þeir foro vt i Skið ok brendo bæi ok kirkior enn drapo
mikinn fiolþa karla ok konur. ok sva sogðo þeir at Skotar
hefði tekit smabornin ok logðo a spiotzodda ok skoku til þess
er þæ rendo at hondom þeim ofan ok kæstuðo þeim sva
dæþom af fram.“ 11 texta Flateyjarbókar segir: „drapu bædi
karla ok konur ok letu smaaborn sprokla a spiotaoddum.“ 2
Halldór Hermannsson bendir á tvær erlendar hliðstæður
við þetta. Hjá Henry of Huntingdon á fyrri hluta 12. aldar
er talað um hernað Dana í norðurfylkjum Englands. Þar
segir: „pueros sursum jactatos lancearum acmnine susce-
perunt.“ 3 Hin heimildin er írsk, Vita sancti Cainnici: „Nam
proiecto puero super hastas stantes sursum positas.“ Þama
er rætt um íra, en athæfið er kallað gallcherd ‘foreign art’.4
Cainnech var uppi á 6. öld, en saga hans er skrifuð miklu
síðar. Hann var mjög tengdur Suðureyjum og Skotlandi.5
Loks má benda á eina heimild enn. Ailred of Rievaulx, á 12.
öld, lætur Walter Espec segja fyrir Standard orustu 1138:
„Parvuli jactati in aera, et aculeis lancearum excepti delecta-
bile spectaculum Galwensibus præbuerunt.“ 6 En þetta eru
íbúar Galloway á suðvestur Skotlandi, Skotar eða Péttar.
Það er athyglisvert, að erlendu dæmin eru frá Bretlands-
eyjum og reyndar eitt þeirra um Skota eða Pétta. Það kemur
furðu vel heim við frásögn Hákonar sögu Hákonarsonar,
sem vitnar í bréf úr Suðureyjum.7 Nú hefur t. d. Guðbrandur
Vigfússon bent á, að auknefni Ölvis sé eðlilegast að skýra
þannig, að hann hafi átt mörg börn, en Finnur Jónsson telur
hins vegar enga ástæðu til að efast um áreiðanleik frásagnar
1 GodLex Frisianus 1871, 569.
2 Flateyjarbok III1868, 217.
3 Halldór Hermannsson 1920, 3-4.
4 Halldór Hermannsson 1920, 4-5, Vitae Sanctorum Hibemiae I
1910, 164, Vitae Sanctorum Hiberniae II 1910, 386.
5 Vitae Sanctorum Hiberniae I 1910, xlv.
6 Patrologiœ cursus completus, series secunda CXCV 1855, 706, sbr.
tilvísun í aðra útgáfu hjá Roger Sherman Loomis 1949, 457.
7 Ath. einnig: „Steinmódr ... son Olvis Barnakarls f(adir) Konals
f(odur) Aldisar ennar Bareysku er Oleifr feilan atti,“ Landnámabók
1900, 227.