Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 110
108
mynnist við hann. Oilill stingur þá tönn sinni í kinn Mac
Cons og það dregur hann til bana.* 1
Þessar sögur eru í mörgum atriðum ólikar. En líkindin
eru athyglisverð. Sá, sem sigrar í bardaganinn, beitir þeim
brögðum, að hann felur hluta liðs síns. Sá, sem fer halloka,
hefnir sín með tönn. Það virðist því vera sennilegt, að þessi
keltneska saga liggi til grundvallar sögunni í Orkneyinga
sögu.2 Þessi keltneska saga hefur þá tengzt við norrænan
mann, vafalaust í hyggðum norrænna manna fyrir vestan
haf. Hún hefur síðan borizt til Islands og án efa um Orkn-
eyjar. Þetta dæmi er forvitnilegt að því leyti, að með nokkr-
um líkum má rekja feril þessarar sögu.
Þetta kemur því í sama stað niður og það, sem rakið var
um sagnirnar um Brjánsbardaga og Darraðarljóð. Ef sú saga,
sem rakin var í 7.4., er vestræn að uppruna, gæti hún hafa
borizt á svipaðan hátt.
EXCURSUS III. NOIvKUR NÖFN OG ÖRNEFNI
10.0. f sambandi við það, sem sagt var í 7.5., er ástæða
til að virða lítillega fyrir sér frásögn Landnámu um land-
nám á Kjalarnesi og í nágrenni.
Ketill Bjarnarson bunu var höfðingi yfir Suðureyjum.
Sonur hans, Helgi bjóla, nam Kjalarnes allt milli Mógilsár
og Mýdalsár og bjó að Hofi. Frændi hans, örlygur Hrapps-
son Bjarnarsonar hunu, sem fóstraður var af Patreki hinum
helga biskupi í Suðureyjum, nam land frá Mógilsá til Ósvíf-
urslækjar, bjó að Esjuhergi og byggði þar kirkju og helgaði
Kolumba, Hauksbók segir Kolumkilla. Bróðir örlygs, Þórð-
blátönn. Tönn hans var bló at lit ok stóð hálfrar annarrar alnar fram ór
munni hans. Oft banaði hann þar með mönnum í bardögum eða þá hann
var reiðr,“ Þorsteins saga Víkingssonar 1950, 7.
1 Myles Dillon 1958, 82-83.
2 Finnbogi Guðmundsson bendir á i sambandi við það, að þeir Sig-
urður festu höfuð við slagálar, að Norðurlandamenn muni hafa numið
þann sið af Irum, Orkneyinga saga 1965, 9 nm. Athuga verður þó, að
þetta kemur einnig fyrir í þýddum ritum, sjá orðabækur.