Studia Islandica - 01.06.1967, Side 112
110
engan veginn sjaldgæf hvert um sig, en örnefnaraðirnar
eru athyglisverðar og geta stutt það, að Landnáma fari rétt
með uppruna landnámsmanna á þessum slóðum. Sönnunar-
gildi þessa er þó takmarkað meðan samanburð vantar við
norsk örnefni.
Það, sem hér hefur verið rakið, er forvitnilegt að bera
saman við rannsókn Þórs Magnússonar á bátskumli í Vatns-
dal í Patreksfirði. Þar fannst m. a. Þórshamar, en einnig
kross og sexstrend bjalla úr bronsi. Þór Magnússon ber þetta
saman við frásögn Landnámu af örlygi, sbr. 3.1., 14. lið.1
Tvær slíkar bjöllur hafa áður fundizt á Islandi, en tvær hafa
fundizt á vesturströnd Englands og Skotlands. Kristján Eld-
járn telur tvímælalaust, að íslenzku bjöllm-nar hafi verið
fluttar til Islands frá þeim slóðum.2 1 þessu sambandi má e.
t. v. enn nefna, að þegar Patrekur biskup segir örlygi fyrir
um ferðina til Islands, sbr. 3.1., 11. og 12. lið, segir í Hauks-
bók: „ok svnnan vnder fiallinv mantv rioðr hitta ok lagða
vpp eða reista .ííj. steina. reistv þar kirkiv ok bv þar.“ Þetta
virðist hugsað sem sérkenni staðarins. Varla er sennilegt, að
Leiðhömrum, sem eru þrír og við sjóinn, sé lýst á þennan
hátt. Ef sagan um kirkju að Esjubergi fær staðizt, mætti e. t.
v. geta þess til, að þetta hafi verið frumstæðir steinkrossar.
10.1. 1 framhaldi af þessu skal litið stuttlega á nöfnin
Kolumkilli og Kolumba. Eins og fram kom í 7.0. álítur
Hermann Pálsson, að Kolumkilli, ír. Colum Cille, sé það
nafn, sem írsk og íslenzk alþýða hafi notað, en Kolumba,
lat. Columba, sé hið lærða nafn. Má líta á nokkur dæmi um
þessar tvær myndir nafnsins.
1 Sigurðar sögu Jórsalafara í Morkinskinnu er nefndur
[]olumba.3 1 Hákonar sögu Hákonarsonar í þremur hand-
ritum Kolumba og í einu Columba.4 1 Magnúss sögu ber-
1 Þór Magnússon 1966, 18-20, 22, 29-30.
2 Kristján Eldjárn 1966, 67-70.
3 Morkinskinna 1932, 396.
4 Flateyjarbok III 1868, 178, Codex Frisianus 1871, 537, Eirspennill
1916, 630, Det Arnamagnœanske Haandskrift 81 a Fol. 1910-1947, 616.