Studia Islandica - 01.06.1967, Page 114

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 114
112 1 öllum elztu handritum Ríms I er talað um Kolumkilla- messu.1 Sama mynd er í Staðarhólsbók Grágásar.2 Það er athyglisvert, að Sturlubók og Ölafs sögu Tryggva- sonar hinni mestu annars vegar og Hauksbók hins vegar her ekki saman um nafnið. Óvíst er, hvað hefur staðið í Styrmis- bók. Hugsanlegt er, að Sturla hafi breytt nafninu, ef Ölafs saga styðst við Sturlubók, sbr. það, að í Islendinga sögu og í Hákonar sögu Hákonarsonar koma fyrir Kolumbamessa og Kolumba. Þó kann einnig að vera, að Haukur hafi breytt, sbr. afstöðu Landnámutexta í 3.1. Nú kemur Kolumkilla- kirkja í Eynni helgu fyrir í Magnúss sögu berfætts, sem Haukur þekkti, sjá 4.15. Haukur vissi einnig, að landnáms- menn á Kjalarnesi voru sagðir vera úr Suðureyjum. Það er þó ólíklegt, að þessi mynd hjá Hauki sé komin til á þennan hátt. Það, sem Haukur hefur framar en Sturla um Ásólf, er úr munnmælum eða þá úr sérstökmn þætti af Ásólfi, eins og Jón Jóhannesson hyggur.3 En ljóst er, að þetta er helgisaga tengd Akranesi, og bendir hún fastlega til þess, að þar hafi verið notuð myndin Kolumkilli. Á sama hátt má gera ráð fyrir, að myndin Kolumkilli hafi verið notuð í sambandi við Esjuberg á Kjalarnesi. Á báðum þessum stöðum hefur Hauk- ur verið kunnugur, sjá 4.0. Sennileg skýring á þessum tveimur myndum er, að nöfnin hafi borizt eftir tveimur leiðum, annars vegar með vestræn- um landnámsmönnum og hins vegar síðar með kirkjunni.4 Kolumkilli hefur þá verið þekktur á svæðinu frá Kjalarnesi til Akraness. En e. t. v. hefur hann verið þekktur víðar þar sem vestrænt landnám var. Til þess gæti bent, að um 1360 fær klaustrið á Helgafelli Horn í Helgafellssveit og þar til „bok er Koolumbum er kollud.“ 5 Við hana hafa e.t. v. verið 1 AlfræSi íslenzk II 1914-16, 8. 2 Grágás, StaSarhólsbók 1879, 39. 3 Jón Jóhannesson 1941, 190. 4 Um Kolumbamessu sjá Magnús Már Lárusson 1963, 665-666. Kolumba hefur verið dýrkaður í Noregi, Lilli Gjerlow 1963, 666. 5 Diplomatarium Islandicum III 1896, 313. 1 betra afriti sama bréfs heitir bókin þó „kolbrun," Diplomatarium Islandicum VI 1900-1904, 12.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.