Studia Islandica - 01.06.1967, Qupperneq 114
112
1 öllum elztu handritum Ríms I er talað um Kolumkilla-
messu.1 Sama mynd er í Staðarhólsbók Grágásar.2
Það er athyglisvert, að Sturlubók og Ölafs sögu Tryggva-
sonar hinni mestu annars vegar og Hauksbók hins vegar her
ekki saman um nafnið. Óvíst er, hvað hefur staðið í Styrmis-
bók. Hugsanlegt er, að Sturla hafi breytt nafninu, ef Ölafs
saga styðst við Sturlubók, sbr. það, að í Islendinga sögu og í
Hákonar sögu Hákonarsonar koma fyrir Kolumbamessa og
Kolumba. Þó kann einnig að vera, að Haukur hafi breytt,
sbr. afstöðu Landnámutexta í 3.1. Nú kemur Kolumkilla-
kirkja í Eynni helgu fyrir í Magnúss sögu berfætts, sem
Haukur þekkti, sjá 4.15. Haukur vissi einnig, að landnáms-
menn á Kjalarnesi voru sagðir vera úr Suðureyjum. Það er
þó ólíklegt, að þessi mynd hjá Hauki sé komin til á þennan
hátt. Það, sem Haukur hefur framar en Sturla um Ásólf, er
úr munnmælum eða þá úr sérstökmn þætti af Ásólfi, eins og
Jón Jóhannesson hyggur.3 En ljóst er, að þetta er helgisaga
tengd Akranesi, og bendir hún fastlega til þess, að þar hafi
verið notuð myndin Kolumkilli. Á sama hátt má gera ráð
fyrir, að myndin Kolumkilli hafi verið notuð í sambandi við
Esjuberg á Kjalarnesi. Á báðum þessum stöðum hefur Hauk-
ur verið kunnugur, sjá 4.0.
Sennileg skýring á þessum tveimur myndum er, að nöfnin
hafi borizt eftir tveimur leiðum, annars vegar með vestræn-
um landnámsmönnum og hins vegar síðar með kirkjunni.4
Kolumkilli hefur þá verið þekktur á svæðinu frá Kjalarnesi
til Akraness. En e. t. v. hefur hann verið þekktur víðar þar
sem vestrænt landnám var. Til þess gæti bent, að um 1360
fær klaustrið á Helgafelli Horn í Helgafellssveit og þar til
„bok er Koolumbum er kollud.“ 5 Við hana hafa e.t. v. verið
1 AlfræSi íslenzk II 1914-16, 8.
2 Grágás, StaSarhólsbók 1879, 39.
3 Jón Jóhannesson 1941, 190.
4 Um Kolumbamessu sjá Magnús Már Lárusson 1963, 665-666.
Kolumba hefur verið dýrkaður í Noregi, Lilli Gjerlow 1963, 666.
5 Diplomatarium Islandicum III 1896, 313. 1 betra afriti sama bréfs
heitir bókin þó „kolbrun," Diplomatarium Islandicum VI 1900-1904, 12.