Þjóðmál - 01.03.2020, Page 5
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 3
Ritstjórnarbréf
Með ömmu í tölvunni og
Helga Björns í stofunni
Móðuramma mín, rétt rúmlega áttræð, býr á
dvalarheimili utan Reykjavíkur. Ég hef alltaf
verið náin ömmu og margar af mínum bestu
æskuminningum eru frá heimili ömmu og afa.
Samskiptin við hana hafa því verið dýrmæt
og á síðari árum, þá sérstaklega eftir að amma
fór á dvalarheimili, hef ég reynt að heimsækja
hana reglulega. Hver heimsókn er þess virði
og í raun eru þær aldrei nógu margar.
***
Í nokkrar vikur hefur ekki verið mögulegt að
heimsækja dvalarheimilin og þegar þessi orð
eru rituð er ekki vitað hvenær það verður hægt
aftur. Allir þurfa að sýna því skilning. Það
hefur eflaust reynst mörgum erfitt að geta
ekki hitt sína nánustu um páskana en sem
betur fer hafa flest okkar farið að ráðum
þríeykisins Víðis, Ölmu og Þórólfs, sem standa
vaktina á meðan kórónuveiran gengur yfir.
***
Frá því að samkomubannið var sett á hefur tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson, í samstarfi við Sjónvarp Símans, haldið
tónleika heima í stofu á hverjum laugardegi og fengið til sín marga góða gesti. Hann og þeir sem að þessum viðburðum
standa eiga mikið hrós skilið. (Mynd: Aðsend).