Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 6

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 6
4 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Dvalarheimilið sem hún dvelur á greip til þess ráðs að deila myndum á facebook af daglegu lífi íbúa á heimilinu (með þeirra samþykki). Þá fengu íbúarnir afnot af spjaldtölvu og geta þannig notað snjallforrit hennar til að hafa samand við sína nánustu. Amma er ekki mjög tæknilega sinnuð en henni tekst þó með aðstoð að hringja í gegnum Messenger. Byrjun fyrsta samtalsins fór í að benda henni á hún þyrfti að snúa myndavélinni rétt en það var mikils virði að fá þarna nokkrar mínútur í myndaformi, ekki bara í símtali. *** Tæknin hjálpar okkur að brúa það bil sem veiran hefur sett á milli okkar. Vinnustaðir nýta samskiptaforrit til að eiga fjarfundi, bæði innan vinnustaða og við viðskiptavini, og fjöl- skyldur nýta tæknina til að eiga samskipti í mynd í gegnum Facetime, Skype, Messenger og fleiri forrit. Slík samskipti eru ómetanleg á tímum sem þessum. Þetta er svo sem ekki alveg nýtt. Fyrir þá sem búa eða hafa búið erlendis á undanförnum árum er það ekkert nýtt að þurfa að nýta tæknina til að eiga samskipti við sína nánustu. En nú, þegar allir neyðast til að nota þetta samskiptaform, eru sjálfsagt margir sem sjá það í nýju ljósi. *** Ímyndum okkur eitt augnablik að veira sem þessi hefði riðið yfir heimsbyggðina fyrir 15 árum, árið 2005. Facebook kom til sögunnar 2004 og varð ekki hlut af almennri notkun almennings fyrr en nokkrum árum síðar. iPhone snjallsíminn leit dagsins ljós árið 2007 (þeir snjallsímar sem voru til fyrir það höfðu ekki sama notagildi), 3G kerfið var komið til sögunnar en flest heimili notuðu enn landlínur til að komast á netið. Enn voru nokkur ár í að 4G kerfið kæmi fram og þar með þráðlaus tenging á heimili og að sama skapi voru enn nokkur ár í að símar yrðu hvort í senn sam- skipta-, vinnu- og afþreyingartæki. Fyrir þá sem vildu verja kvöldstund yfir sjónvarpinu var í boði að horfa á línulega dagskrá sjón- varpsstöðva eða rölta út á vídeóleigu og leigja sér spólu. Þeir sem fæddust árið 2005 vita varla hvað vídeóleiga er í dag. *** Þó flestum líði vel hjá sér, þá er hvorki skemmti legt né auðvelt að vera tilneyddur til að vera heima í stað þess að fara í vinnu, hitta vini og ættingja eða sækja önnur mannamót. Það er þó auðveldara í dag en það hefði verið fyrir 15 árum. *** Jafnvel þó við færum ekki nema tíu ár aftur í tímann, þá hefur byltingin í samskiptaleiðum okkar verið gífurleg síðan þá. Hvort sem við lítum til tækjanna sem við notum, s.s. tölva, spjaldtölva og síma, eða samskiptaforrita eins og þau sem hér hafa verði nefnd, þá eru möguleikarnir sem við höfum margfalt meiri og betri en þeir voru þá. Við eigum í daglegum samskiptum við vini og ættingja í gegnum Instragram, Snapchat og fleiri forrit og valmöguleikarnir á afþreyingu eru óendanlegir með þjónustum á borð við Net flix, iTunes, Sjónvarpi Símans, Stöð 2 Maraþon, Hulu, Amazon Prime o.s.frv. *** Þó flestum líði vel hjá sér, þá er hvorki skemmti legt né auðvelt að vera tilneyddur til að vera heima í stað þess að fara í vinnu, hitta vini og ættingja eða sækja önnur mannamót. Það er þó auðveldara í dag en það hefði verið fyrir 15 árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.