Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 7

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 7
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 5 Við getum því verið þakklát fyrir þær miklu tæknilegu framfarir sem hafa orðið á liðnum árum, þær gera stöðuna öllu betri. Aldrei fyrr hafa verið jafn margir möguleikar á að dvelja lengi heima hjá sér en vera á sama tíma tengd umheiminum, geta átt í nánum samskiptum við sína nánustu og um leið notið þeirra afþreyingarmöguleika sem hér voru nefndir. *** Það verður ekki sagt nógu oft hversu mikil- vægar framfarir verða í frjálsum samfélögum, hvort sem það eru tækniframfarir, þróun í heilbrigðismálum, samgöngum, menntun, á vinnumarkaði og þannig mætti áfram telja. Við erum sífellt að leita leiða til að gera lífið betra og einfaldara – og okkur gengur nokkuð vel á þeirri braut. *** Nú höfum við tækifæri til að sinna framförum í samskiptum og nánd við okkar nánustu. Fyrir fjölskyldur með börn og unglinga getur þessi tími líka reynst dýrmætur. Væntanlega hafa margir dustað rykið af spilunum sem sitja upp í skáp, göngutúrarnir eru fleiri en áður, börnin telja bangsa í gluggum hverfisins og samveran er með öðrum hætti en hún er dags daglega. *** Það hefur líka verið dýrmætt að fylgjast með samheldni þjóðarinnar í þessum aðstæðum. Langflestir fara að tilmælum og hlýða Víði, við njótum þess þegar tónlistarmenn streyma frá tónleikum heima úr stofunni hjá sér, skemmtikraftar deila efni á netinu, veitinga- staðir sýna útsjónarsemi með því að bjóða upp á heimsendingu á mat og önnur fyrirtæki eru fljót að bregðast við og gera viðeigandi ráðstafanir til að halda starfsemi sinni áfram. *** Næstu vikur, og jafnvel mánuðir, kunna að reynast mörgum erfiðir. Við vitum ekki hvenær lífið verður eðlilegt á ný, en við vitum að hverju við göngum þegar það gerist. Það muna reyna á þolinmæði allra, það mun reyna á heimilisbókhaldið og það mun reyna á rekstur fyrirtækja. Þá er ágætt að búa í því hagsældarríki sem Ísland er. *** Líklega eru allir sammála um mikilvægi þess að fara saman í gegnum þessar aðstæður með sem bestum hætti. Við viljum gæta að þeim sem eldri eru og sérstaklega útsettir fyrir kórónuveirunni, við viljum að börnin upplifi öryggi, við viljum eiga þess kost að sækja vinnu, hitta fjölskyldur, fara á íþrótta- leiki og sinna öllu því sem við erum vön að sinna. Í stuttu máli, allir vilja eðlilegt líf á ný og til þess að svo megi verða leggjum við það á okkur að fara í gegnum þetta tímabil með því að vanda okkur. *** Í þessum ritstjórnarpistli Þjóðmála er brugðið út af vananum og ekkert fjallað um stjórnmál. Sumir hlutir í lífinu eru líka mikilvægari en stjórnmál. Gísli Freyr Valdórsson Næstu vikur, og jafnvel mánuðir, kunna að reynast mörgum erfiðir. [...] Það muna reyna á þolinmæði allra, það mun reyna á heimilisbókhaldið og það mun reyna á rekstur fyrirtækja. Þá er ágætt að búa í því hagsældarríki sem Ísland er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.