Þjóðmál - 01.03.2020, Page 8

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 8
6 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA Að þessu sinni víkur lýsing á stjórnmálum líðandi stundar fyrir upprifjun á atburðum sem gerðust fyrir tæplegra hálfri öld. Með því að bregða ljósi á ágreininginn um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og varnarsamninginn við Bandaríkin á árinu 1974 er þó jafnframt minnt á að enn logar í þeim glæðum hér á landi þrátt fyrir þjóðaröryggisstefnuna sem er reist á þessum meginstoðum ytri varna þjóðarinnar. Deilurnar sem hér er lýst snerust ekki aðeins um Keflavíkurstöðina heldur einnig um hvað þótti við hæfi á vettvangi Norðurlandaráðs. Þá er vikið að máli sem enn er lifandi viðfangs efni: hvort ein norræn ríkisstjórn hafi ekki fullan rétt til að lýsa eigin skoðun í orðsendingu til annarrar. Í fyrra töldu norsku samtökin Nei til EU sig hafa „rétt“ til að hlutast til um stjórnmál á Íslandi í þágu eigin málstaðar af því að norska ríkisstjórnin skýrði íslensku ríkisstjórninni frá afstöðu sinni til þriðja orkupakkans frá ESB og nauðsyn inn- leiðingar hans á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Loks er nefnt dæmi um að ekki er endilega allt sem sýnist á líðandi stundu. Vikið er að nýlegum gögnum sem taka af allan vafa um að Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, og stjórn hans lögðu að íslenskum stjórn- völdum að hrófla ekki við varnarsamstarfinu við Bandaríkin á sama tíma og Palme barðist gegn stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víetnam. Björn Bjarnason Samleið Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum þá og nú Ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Alþýðubandalagsins og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, leidd af Ólafi Jóhannessyni, sat frá júlí 1971 - ágúst 1974.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.