Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 10

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 10
8 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 „Þetta var rödd úr gröfinni, sem heyrist nú sjaldan, rödd liðinnar tíðar, rödd þröngsýns föðurlandsofstækis sem aðeins heyrist frá æstustu vinstri mönnum í Evrópu nútímans.“ Afstaða þessara tveggja norrænu stjórnmálamanna er skiljanleg bæði vegna efnislegra ummæla Magnúsar Kjartanssonar og einnig hins, að samkvæmt starfsreglum Norðurlandaráðs er alls ekki til þess ætlazt, að öryggismál Norðurlanda séu rædd á fundum Norðurlandaráðs. Þegar hugleitt er hvað veldur því að Magnús Kjartansson flutti þessa ræðu í Stokkhólmi, er augljóst hvað að baki liggur. Ræða þessi var ekki fyrst og fremst ætluð fulltrúum á Norðurlandaráðsfundi. Magnús Kjartansson talaði í raun til annars áheyrenda hóps, enda þótt hann misnotaði vettvang Norðurlandaráðs til þess. Hann var að tala við hina svonefndu herstöðva- andstæðinga hér á Íslandi, sem hafa komizt að þeirri niðurstöðu að það baktjaldamakk, sem Alþýðubandalagið á nú í til þess að hanga í ráðherrastólum, þýði svik við mál- stað þess í hinu svonefnda herstöðvamáli. Á ræðu Magnúsar Kjartansson ber því að líta sem örvæntingarfulla tilraun hans til að friða þennan kjarna í Alþýðubandalaginu, sem nú hefur sakað flokkinn og hann um svik í þessu máli. Er það óneitanlega brjóstumkennanlegt að fylgjast með örvæntingu þessa kommúnistaráðherra, en hún afsakar engan veginn framkomu hans á erlendum vettvangi og þá hneisu, sem hann hefur með henni valdið þjóð sinni. Ljóst er að sá atburður sem varð í Stokk- hólmi á sunnudaginn var, getur haft margvíslegar afleiðingar. Máli þessu er engan veginn lokið. Eftirleikurinn er eftir. Það er með öllu dæmalaust að íslenzkur forsætisráðherra verði að setja ofan í samráðherra sinn á alþjóðavettvangi, eins og Ólafur Jóhannesson neyddist til að gera á sunnudaginn var. Og ekki verður annað séð en forsætisráðherra hljóti við heim- komuna að láta Magnús Kjartansson taka afleiðingum gerða sinna og biðjast lausnar fyrir ráðherrann. Með þeim hætti einum er sæmd ríkisstjórnarinnar sjálfrar og íslenzku þjóðarinnar borgið eftir hneykslið í Stokk- hólmi á sunnudag.“ III. Þessi 46 ára gamli leiðari Morgunblaðsins er til marks um sögulegar breytingar á umræðum um utanríkis- og öryggismál á norrænum vettvangi. Það er rétt sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og leiðarahöfundur segja að um langan aldur ræddu menn ekki utanríkis- og öryggismál á vettvangi Norðurlandaráðs. Ríkin fimm í ráðinu fylgdu ólíkri stefnu. Danmörk, Ísland og Noregur voru í Atlantshafsbandalagninu (NATO), Svíar voru hlutlausir utan hernaðar- bandalaga, sömu sögu var að segja um Finna, sem höfðu auk þess vináttusamning við Sovétríkin. Þessi viðkvæmi málaflokkur var einfaldlega látinn liggja í þagnargildi á vettvangi Norðurlandaráðs. Þá þróaðist samstarf utanríkisráðherra landanna utan ramma norræna ráðherraráðsins og svo er enn þann dag í dag. Magnús Kjartansson (f. 1919-d. 1981) var alþingismaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið 1967-1978 og heilbrigðis- og trygginga málaráðherra og iðnaðarráðherra 1971-1974. Áður hafði hann verið ritstjóri Þjóðviljans frá 1947-1971.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.