Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 12

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 12
10 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 ætlað sér að blanda sér í íslensk mál. Það er alger misskilningur. Norðmenn hafa alltaf tekið fram, að þeim detti ekki í hug að blanda sér í íslensk málefni. Hins vegar létu þeir íslensku ríkisstj. vita, hvaða augum þeir litu á þessi mál. hvaða augum þeir líta á það, ef Ísland verður gert varnarlaust og Keflavíkurstöðin verður lögð niður. Nú spyr ég: Var ekki norsku ríkisstj. frjálst að gera þetta? Er það tiltökumál, þótt norska ríkisstj. vildi láta íslensku ríkisstj. vita, hvaða augum hún lítur á þessi mál? Það er langt frá því, að norska stjórnin hafi ætlað sér að blanda sér í það, hvað íslenska ríkisstj. gerði, þrátt fyrir þetta. Og ég vil taka undir það, sem hér var sagt áðan, að það er vitanlega nauðsynlegt að birta þessa orðsendingu almenningi á Íslandi, úr því að farið er að tala um hana í þeim tón eins og Norðmenn hafi ætlað að fara að blanda sér í íslensk málefni. Ég trúi því ekki, að Norðmenn hafi nokkuð á móti því, að þessi orðsending verði birt. Ég tel að það sé alveg nauðsynlegt, að það verði gert.“ V. Þess sáust ýmis merki í febrúar 1974 að vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar liðaðist í sundur vegna innbyrðis ágreinings um önnur mál en utanríkismál. Tilgáta leiðarahöfundar Morgunblaðsins um baktjaldamakk til að alþýðubandalagsmenn gætu setið áfram í stjórninni þótt varnarliðið sæti áfram á við rök að styðjast. Á þessum tíma var ég fréttastjóri erlendra frétta á dagblaðinu Vísi og birti þar 19. febrúar 1974 grein vegna ræðu Magnúsar Kjartans- sonar í Stokkhólmi og sagði í lok hennar: „Og þótt ýmsum hafi þótt Norðurlandaráðs- fundir bragðdaufir, hefur þessi samstarfs- vettvangur komið mörgu merku til leiðar á þeim sviðum, sem hann nær til. Íslendingar ættu ekki að verða fyrstir til að breyta ráðinu í vettvang pólitískra illdeilna, sem efnt er til í því skyni að vekja athygli á sér heima fyrir.“ Deilur um efnahagsmál og persónulegur ágreiningur við forsætisráðherra leiddu til þess að Björn Jónsson, samgöngu- og félagsmálaráðherra, úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna (SF) sagði af sér ráðherra- embætti skömmu eftir atvikið í Stokkhólmi. Hannibal Valdimarsson, formaður SF, tilkynnti 6. maí 1974 að þingflokkur SF bæri ekki lengur traust til ríkisstjórnar Ólafs Jóhannes- sonar og skoraði því á forsætisráðherra að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, sem hann gerði 8. maí 1974. Vængstýfð ríkisstjórnin sat áfram sem starfs- stjórn fram yfir kosningar 30. júní 1974 þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann glæsilegan sigur (42,7%) undir forystu Geirs Hallgríms- sonar, sem síðan varð í ágúst forsætisráðherra í samsteypustjórn með Framsóknarflokknum. Þegar leiðarinn um hneykslið í Stokkhólmi er lesinn vaknar spurning um hvers vegna höfundur hans nefndi ekki til sögunnar framtak sem var á döfinni þessa sömu febrúar daga og gjörbreytti til frambúðar afstöðu stjórnmálamanna til dvalar varnar- liðsins og varð til þess að Alþýðubandalagið setti aldrei aftur brottför varnarliðsins sem skilyrði fyrir aðild flokksins að ríkisstjórn. Daginn eftir að leiðarinn um hneykslið í Stokk hólmi birtist, eða miðvikudaginn 20. febrúar, lauk undirskriftasöfnuninni undir kjörorðinu Varið land sem hófst 15. janúar 1974. Markmiðið söfnunarinnar var að sýna stuðning landsmanna við veru varnarliðsins á Íslandi þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um endurskoðun varnar- samningsins við Bandaríkin. Alls rituðu 55.522 kjósendur, eða 49% þeirra sem atkvæði greiddu í alþingiskosningum 30. júní 1974, undir yfirlýsingu þar sem stóð: „Við undirritaðir skorum á ríkisstjórn og Alþingi að standa vörð um öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar með því að treysta samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins, en leggja á hilluna ótímabær áform um uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.