Þjóðmál - 01.03.2020, Side 15

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 15
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 13 VII. Nú fer engin ríkisstjórn Norðurlandanna í felur með að besta öryggistrygging felst í varnartengslum við Bandaríkin. „Náið samband okkar við Bandaríkin skiptir höfuðmáli fyrir öryggi Svíþjóðar og farsæld,“ sagði Ann Linde, utanríkisráðherra Svía, í sænska þinginu miðvikudaginn 12. febrúar 2020 þegar hún flutti þinginu skýrslu um utanríkismál. Áhrif Íslendinga á alþjóðavettvangi ráðast mjög af því að þeir skipi sér ákveðið í raðir með öðrum Norðurlandaþjóðum. Styðji sömu grundvallarhagsmuni og ráða afstöðu stjórnvalda þessara þjóða og skorist ekki undan merkjum vegna sérvisku eða dauðahalds í úreltar skoðanir. Þarna skipta öryggismálin miklu því að lokum ráða þau úrslitum um trúverðugleika. Nú á tímum er ljóst að fylgi íslenskir stjórn- málamenn fyrirvarastefnu vegna aðildar að NATO eða samstarfs við Bandaríkjamenn á norrænum vettvangi velja þeir annan kost til að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi en ríkisstjórnir allra Norðurlanda- ríkjanna. Þannig var þetta einnig árið 1974 þótt það lægi ekki eins í augum uppi þá. 91% Morgunblaðið og mbl.is ná til 91% landsmanna í viku hverri.* Hvar auglýsir þú? *Á aldursbilinu 18–80 ára skv. mælingum Gallup á fyrsta ársfjórðungi 2019.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.