Þjóðmál - 01.03.2020, Page 16

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 16
14 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Þórlindur Kjartansson, Guðmundur Hafsteinsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Gefum athafnaþránni lausan tauminn Síðastliðið haust kynnti ríkisstjórnin nýsköpunar stefnu sína undir heitinu Nýsköpunarlandið Ísland. Stýrihópur með þátttöku allra þingflokka, hagsmunaaðila í atvinnulífinu, háskólasamfélagsins, frum- kvöðla og fjárfesta lagði fram stefnuna, en verkefnastjórn stýrði vinnunni, sem svo var skilað sem tillögu til ráðherra og var lögð fram í ríkisstjórn. Í stefnumótuninni var lögð mikil áhersla á að leggja sterkan grundvöll undir ákvarðanatöku í málaflokknum til langs tíma með því að setja fram skýra nálgun á við- fangsefnið ásamt fjölmörgum tillögum og ábendingum, stórum og smáum. Skilgreindir voru fimm hornsteinar nýsköpunar á Íslandi og sett voru fram tíu leiðarljós, eins konar boðorð um nýsköpunarhugsun, sem varpa eiga góðu ljósi á hvernig mælt er með því að hugsað sé um nýsköpun á Íslandi og stefnumótun í tengslum við málaflokkinn. Nýsköpun - Nýsköpunarstefna Íslands og vítin sem þarf að varast

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.