Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 18

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 18
16 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 1. Frumkvöðlastarfsemi fyrirfinnst ekki í tómarúmi. Lerner leggur áherslu á að undirstrika mikilvægi þess að í kringum frumkvöðla sé til staðar þétt net af alls kyns þjónustu og sérfræðiþekkingu sem aukið getur líkurnar á árangri. Hér er meðal annars átt við sérfræðinga á borð við lögfræðinga með alþjóðlega reynslu, fjármögnunarmöguleika, markaðsfólk, verkfræðinga, hönnuði og ýmsa aðra sem mikilvægt er að hafa með í ráðum þegar unnið er að þróun viðskipta- eða vöruhugmyndar. Frábær hugmynd hjá öflugum frumkvöðli á sér lítillar viðreisnar von ef ekki eru til staðar margvíslegir innviðir sem styðja við fjármögnun og vöxt á fyrstu stigum. Í nýsköpunarstefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að til staðar sé skilningur á þessu atriði og að leitað sé leiða til þess að tryggja að umhverfi íslenskrar nýsköpunar standi ekki höllum fæti þegar kemur að aðgengi að sérhæfðri þjónustu. Þó er líklegt að sú sé einmitt staðan nú, og hafi verið jafnvel í enn meiri mæli á undanförnum áratugum. Íslensk fyrirtæki í nýsköpun líða að nokkru leyti fyrir bæði mannfæðina á Íslandi, landfræðilega einangrun og tiltölulega mikla einhæfni í atvinnulífinu. Í þroskuðu umhverfi frumkvöðla starfsemi og nýsköpunar er til staðar þétt net af ýmiss konar ráðgjöf og þjónustu sem þrífst á frjálsum samkeppnis- markaði. Mjög oft er talað um „klasa“ í þessu samhengi. Slíkir „klasar“ eru fáséðir og þurfa fyrst og fremst að verða til á grundvelli frjáls markaðar, þótt gagnlegt sé að stjórnvöld séu meðvituð um hvernig þau geta gert slíka klasamyndun líklegri og auðveldari. Raun- verulegir nýsköpunarklasar byggjast fyrst og fremst á því að frumkvöðlar hópast saman og að á milli þeirra ríkir heppileg blanda af samkeppni og samvinnu; en það er einmitt einkenni á góðum nýsköpunarklösum að það er álitin skylda þeirra sem njóta velgengni að gefa af sér og styðja frumkvöðla sem eru á fyrstu stigum sinnar vegferðar. Á Íslandi er mikilvægt að greiða fyrir alþjóðlegu samstarfi, þannig að frumkvöðlar hér á landi hafi sem auðveldastan aðgang að alþjóðlega samkeppnishæfri sérþekkingu. Ein líklegasta leiðin til þess að stuðla að slíku er að leggja áherslu á hlutverk vísifjárfesta (e. VC investors), sem taka þátt í bæði fjár- mögnun og stefnumótun fyrirtækja, auk þess sem slíkir fjárfestar búa að tengslaneti sem eykur líkurnar á því að efnileg fyrirtæki geti sótt aukið fjármagn til vaxtar á alþjóðlegum mörkuðum. Það er einmitt ein mikilvægasta aðgerðin á grunni nýsköpunarstefnunnar að stuðla að vexti og þroska vísifjárfestingar- umhverfisins, meðal annars með stofnsetningu Kríu, nýsköpunar- og sprotasjóðs. 2. Nýtið styrk rannsókna- og vísindasamfélagsins. Grundvöllur nýsköpunar er gjarnan lagður í umhverfi vísindarannsókna, þar sem þekkingar leitin sjálf getur leitt til hagnýtingar- hugmynda. Það er hins vegar algengt að mjög skorti á þá færni sem þarf til þess að búa til fyrirtæki sem grundvallast á rannsóknum og vísindastarfi. Meðal annars á grundvelli stefnumótunarvinnu sem Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið lagði af stað í með MIT-háskóla í Bandaríkjunum var lögð áhersla á að stofnuð yrði skrifstofa sem aðstoðar við slíka þekkingu. Í árslok 2018 var sett á fót Auðna, tækniyfirfærsluskrifstofa sem hefur það hlutverk að aðstoða háskólafólk sem telur sig hafa hugmynd sem gæti orðið grundvöllur að lífvænlegu fyrirtæki. Í okkar huga er mikilvægt að sköpunar- krafturinn í háskólum og vísindasamfélaginu nýtist ekki bara í þágu vísindanna heldur einnig til þess að byggja upp ný fyrirtæki. Til þess að svo megi vera þarf að hlúa að hugar- fari frumkvöðulsins innan slíkra stofnana. Það ætti ekki að vera keppikefli hins opinbera að hagnast sjálft með beinum hætti á slíkri nýsköpun, heldur einfaldlega að hún eigi sér stað og að rannsakendur, uppfinningafólk og vísindafólk líti á það sem eftirsóknarvert að eiga frumkvæði að, eða taka þátt í, upp- byggingu fyrirtækja og sé tilbúið að taka áhættu í þágu slíkrar starfsemi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.