Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 19

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 19
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 17 Í nýsköpunarstefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að starfsmenn háskóla og rannsóknar stofnana hafi möguleika á því að stofna fyrirtæki á grundvelli vinnu sinnar. Það væri í okkar huga mjög eftirsóknarverð þróun að starfsmenn háskóla og rannsóknar- stofnana (til dæmis Veðurstofunnar og Hafrannsóknastofnunar) hafi tækifæri til þess. Mikilvægt er að í slíkum stofnunum sé ríkjandi jákvætt hugarfar í garð slíks einkaframtaks. Stjórnendur og starfsmenn ættu að líta á það sem raunhæfan og spennandi valkost að stofna fyrirtæki utan um þekkingu sína og reynslu, þannig að þessar stofnanir verði ekki aðeins mikilvæg undirstaða þekkingar og vísinda, heldur útungunar stöðvar fyrir alþjóðlega samkeppnishæf hátæknifyrirtæki. 3. Berið virðingu fyrir nauðsyn þess að falla vel að alþjóðlegum viðmiðum. Í leiðarljósum nýsköpunarstefnunnar er lögð áhersla á nauðsyn þess að horfa til alls heimsins þegar nýsköpun er annars vegar. Þjóðir sem eru jafnvel tíu til tuttugu sinnum fjölmennari en Íslendingar líta á sig sem örsmáar í alþjóðlegu samhengi (Danir í nýsköpunarbransanum líta til dæmis gjarnan á Danmörku sem prufumarkað). Það er nefnilega ekki neitt til nú til dags sem heitir „séríslensk nýsköpun“ og meira að segja risastór markaðssvæði eins og Þýskaland og Frakkland þurfa að horfast í augu við að blómleg nýsköpun innan landamæra þeirra verður jafnframt að standast samkeppni við það sem best er gert annars staðar í heiminum. Fyrir Ísland felast mikil tækifæri í þessu, eins og nú þegar hefur sannast á ýmsum sviðum. Það er hins vegar nauðsynlegt að undirstrika mikilvægi þess að regluverk og umgjörð nýsköpunar á Íslandi séu þannig úr garði gerð að þau falli sem best að alþjóðlegum venjum og viðmiðum. Gera þarf íslenskum fyrirtækjum eins auðvelt og hægt er að sækja fjármagn til alþjóðlegra vísifjárfesta án hindrana. Hér mætti til dæmis skoða vandlega hvort ekki sé tilefni til þess að leyfa sprotafyrirtækjum að notast við alþjóðlega mynt í starfsemi sinni og að stofnskjöl og samþykktir félaga geti verið settar þannig fram að útgáfa á ensku gildi til jafns eða umfram þá íslensku, til þess að draga úr hættu á tortryggni og misskilningi í samskiptum við alþjóðlega fjárfesta. Í okkar huga er mikilvægt að sköpunar krafturinn í háskólum og vísindasamfélaginu nýtist ekki bara í þágu vísindanna heldur einnig til þess að byggja upp ný fyrirtæki. Til þess að svo megi vera þarf að hlúa að hugarfari frumkvöðulsins innan slíkra stofnana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.