Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 22

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 22
20 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 9. Leggið áherslu á kerfisbundið mat á árangri. Nýsköpunarumhverfið þarf að vera stöðugt í mótun og til þess að komast hjá því að góður upphaflegur tilgangur verði stofnana- væðingu að bráð er nauðsynlegt að hafa ætíð opinn huga gagnvart því að endurmeta og endurskoða. Þessi hugsun kristallast meðal annars í leiðarljósi númer 5 þar sem segir: „Engar lausnir eru endanlegar.“ Nú þegar hefur verið tekin stór ákvörðun um uppstokkun í stofnanaumhverfi nýsköpunar með því að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands í núverandi mynd. Þessi ákvörðun felur ekki í sér neins konar dóm yfir því stórkostlega starfi sem þar hefur verið unnið, heldur endurspeglar hún einmitt mikilvægi þess að ákvarðanir séu teknar út frá verkefnunum sjálfum, en ekki út frá þörfum stofnananna sem ætlað er að sinna verkefnunum. Hlutverk ólíkra stofnana og skipulag í kringum verkefna í nýsköpunarumhverfinu verður áfram til skoðunar á næstu misserum. 10. Hafið í huga að verkefni krefjast sköpunargáfu og sveigjanleika. Eitt af því sem gerir aðkomu hins opinbera að nýsköpunarmálum flókið er að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi eru í eðli sínu óreiðu- kennd ferli. Stjórnmál (og stórfyrirtækja- menning) gera hins vegar oft mikla kröfu um fyrirsjáanleika, áætlanagerð og vel skilgreinda verkferla. Frumkvöðlamenning byggist oftast ekki á hlýðni og fylgispekt við fyrirfram- gefnar forsendur, heldur einmitt á því að ríkjandi hugmyndir og aðferðir séu skoraðar á hólm. Fyrir utan óreiðuna sem gjarnan fylgir nýsköpunarferlinu verður að horfast í augu við að þeir einstaklingar sem eru líklegir til þess að ná árangri í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi eru ekki endilega alltaf þeir sem eru flinkastir að sigla á milli skerja í skriffinnsku opinberra sjóða og stofnana. Það að kunna að tala mjúklega við embættis- menn og skrifa lipurlegar styrkumsóknir eru ekki endilega þeir hæfileikar sem koma að bestum notum við brokkgengan og óvissan rekstur sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Það þarf þolinmæði og skilning hjá stjórn- völdum til þess að tryggja að opinberir fjármunir leiti í raun til þeirra sem líklegir eru til þess að nýta þá vel til nýsköpunar, en ekki að þekking og kunnugleiki í stofnana- umgjörðinni ráði mestu. Leiðarljós númer 6 segir: „Nýsköpun er ekki línulegt ferli“ og undirstrikar það mikilvægi þess að gera sér grein fyrir því hversu ólíkt viðfangsefni nýsköpun er frá flestum öðrum sem stjórn- völd hafa á sinni könnu. Til þess að vera samkeppnishæf á alþjóðlega vísu þurfa íslensk nýsköpunarfyrirtæki að byggjast á framúrskarandi mannauði, þar sem fer saman bókvit, hugvit, verkvit og viðskiptavit.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.