Þjóðmál - 01.03.2020, Page 24

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 24
22 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Niðurstaða Margt gott hefur gerst í umhverfi nýsköpunar á Íslandi á undanförnum árum og áratugum. Góðar fyrirmyndir eru til staðar í hugvits- drifnum fyrirtækjum sem náð hafa aðdáunar- verðum árangri á alþjóðlegum markaði. Markmið nýsköpunarstefnunnar er að það geti fjölgað í þessum hópi þannig að fleiri traustar stoðir séu undir þeim miklu lífsgæðum sem við viljum að Íslendingar njóti. Ekki er síður mikilvægt að hafa í huga að gott umhverfi fyrir alþjóðlega samkeppnishæf nýsköpunarfyrirtæki er líka undirstaða fyrir spennandi vinnumarkað þar sem margir eiga kost á vel launaðri og áhugaverðri vinnu. Eins og getið er um í þessu yfirliti á nokkrum stöðum í þessari grein er ljóst að árangur af mótun nýsköpunarstefnu getur ekki dæmst af neinu öðru en árangri sem langan tíma tekur að koma fram. Og jafnvel á löngum tíma er erfitt að meta raunverulegan árangur hinnar opinberu stefnumótunar, því á endanum eru það einstaklingarnir sjálfir sem skapa verðmætin með hugviti sínu, hæfi- leikum og dugnaði. Það er óskandi að sem best samstaða geti myndast um að stefna að því markmiði að Ísland verði raunverulegt nýsköpunarland þar sem fer saman framúrskarandi veraldleg lífsgæði og kraftmikið umhverfi hvers kyns sköpunar sem þarf að fá að blómstra á grundvelli frumkvæðis einstaklinganna. Þórlindur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi, Guðmundur er formaður stýrihóps um mótun nýsköpunarstefnu og Þórdís Kolbrún er ráðherra nýsköpunarmála.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.