Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 28
26 ÞJÓÐMÁL Vor 2020
nýsköpunar mælikvarðans (e. Global Inno-
vation Index), sem gefinn er út af Alþjóða-
hugverkastofnuninni (e. World Intellectual
Property Organization, WIPO), leggja áherslu
á að byggja upp öflugt stuðningsumhverfi
fyrir rannsóknir og þróun. Þá sjáum við
jafnframt sérstakan stuðning við einstakar
atvinnugreinar.
Dæmi um slíkt er endurgreiðslu kerfi tölvu-
leikjaiðnaðar í Bretlandi, en fyrirtæki sem
þróa tölvuleiki geta fengið 20% endurgreiðslu
á framleiðslukostnaði tölvuleikja þar í landi. Í
Kanada er gengið enn lengra og boðinn allt
að 50% skattafsláttur af starfsmannakostnaði
við þróun tölvuleikja, eða 25% af heildarfram-
leiðslukostnaði, eftir því hvor talan er lægri.
Færa má rök fyrir því að opinber stuðningur
við rannsókna- og þróunarstarf fyrirtækja
sé fjárfesting í verðmætasköpun framtíðar.
Útgjöld ríkisins vegna þessa stuðnings skila
sér til baka í formi stærri skattstofns en ella,
en sýna má fram á það á nokkuð einfaldan
máta að slík fjárfesting skili fleiri krónum í
ríkiskassann en sem nemur útlögðum
kostnaði ríkisins. Nýleg könnun og greining
Samtaka iðnaðarins á áhrifum af tvöföldun
endurgreiðsluþaksins hér á landi árið 2019
staðfestir þetta. Fyrirtæki sem nýta sér endur-
greiðslurnar hafa aukið umsvif og fjölgað
verkefnum. Mörg dæmi eru um nýráðningar
sem rekja má til hækkunar þaksins. Réðust
fyrirtæki gjarnan í ný verkefni og settu
almennt aukinn kraft í þróun á vörum og
þjónustu.
Íslenska ríkisaðstoðarkerfið sem felst í
lögunum frá 2009 til rannsókna- og þróunar-
verkefna fellur undir reglugerð Evrópu-
sambandsins um hópundanþágur frá þeirri
meginreglu að ríkisaðstoð við viðskipta-
starfsemi sé óheimil. Viðurkennt er að ríkis-
aðstoð geti verið nauðsynleg til að standa
vörð um innlend stefnumið, svo sem markmið
um eflingu nýsköpunar. Enn er til staðar heil-
mikið svigrúm fyrir Ísland til að hækka þök á
endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar
miðað við viðmið hópundanþágunnar.
Skynsamlegt væri því að halda áfram á þeirri
vegferð að hækka þökin. Það mun hafa jákvæð
áhrif á ákvarðanir íslenskra hugverka- og
tæknifyrirtækja um hvar þau staðsetja og
stækka rannsóknar- og þróunarverkefni og
þar með stuðla að því að afrakstur nýsköpunar
leiði til verðmætasköpunar hér á landi með
tilheyrandi fjölgun starfa og útflutningstekjum.
Hvatar til fjárfestinga
í sprotafyrirtækjum
Með sérstökum nýsköpunarlögum árið 2016,
þar sem fyrrgreind þök á endurgreiðslur
vegna rannsókna og þróunar voru hækkuð,
voru jafnframt innleiddar skattaívilnanir fyrir
einstaklinga sem fjárfesta í fyrirtækjum sem
uppfylla ýmis skilyrði. Þau voru meðal annars
að hjá félaginu störfuðu ekki fleiri en 25
starfs menn og að árleg velta væri ekki meiri
en 650 m.kr. Með öðrum orðum giltu lögin
um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum.
Sá hængur var hins vegar á þessari laga-
setningu að skilyrði hennar, ýmis önnur en
hér eru talin upp, voru of þröng. Á tímabilinu
2016 til 2018 nýttu einungis örfá fyrirtæki
ákvæði laganna til að laða að fjárfestingu.
Fjármála- og efnahagsráðherra lagði því fram
breytingar á ákvæðum laganna á haust-
mánuðum 2018 og tóku þær gildi í janúar
2019. Þær eru jákvæðar og vonandi til þess
fallnar að fleiri fyrirtæki geti nýtt sér þessi
ákvæði. Skilyrðin voru rýmkuð og sum hver
felld út. Skattafslátturinn er allt að 50% og
reiknast frá tekjuskattstofni einstaklings að
viðbættum fjármagnstekjum. Það munar um
minna. Þátttaka almennings í fjárfestingu
í atvinnulífi er hlutfallslega fremur lítil á
Íslandi í samanburði við önnur lönd. Þetta
er áhyggju efni. Allt sem stjórnvöld geta
gert til að styðja við auknar fjárfestingar
í fyrirtækjum sem eru í vexti og þarfnast
fjármagns mun styðja við fjölgun arðbærra
fyrirtækja og starfa í framtíðinni.