Þjóðmál - 01.03.2020, Side 30

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 30
28 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Gísli Freyr Valdórsson Töluverður munur á skattastefnu nú og áður Alla jafna fer ekki fram mikil umræða um tekjuskattskerfið, sem er auðvitað galli enda greiða flestir um 35-45% launa sinna í tekjuskatt og útsvar. Tekjuskattskerfið er þannig úr garði gert að flestir launamenn hafa litla tilfinningu fyrir því hversu mikið þeir greiða í skatta, enda fá þeir þær upphæðir aldrei í hendurnar heldur eru það launagreiðendur sem sjá um að greiða þá skatta. Í þau fáu skipti sem rætt er af einhverju viti um tekjuskattskerfið á vettvangi stjórnmála litast sú umræða yfirleitt af átökum um það hversu hátt hlutfall skatta á að leggja á þá sem hæstar hafa tekjurnar – sem er þó aðeins lítill hluti þjóðfélagsins. Annar stór galli við tekjuskattskerfið er að það er ekki einungis hannað til að afla hinu opinbera tekna fyrir nauðsynleg verkefni (sem ætti að vera eini tilgangur þess), heldur er það nýtt sem verkfæri stjórnmálamanna til að auka jöfnuð í samfélögum. Eins og sakir standa er enginn flokkur á Alþingi sem hefur það á stefnuskrá sinni að einfalda tekju- skattskerfið eða gera það sanngjarnt fyrir alla, ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn. Skattar Ungt fólk með meðaltekjur hefur það mun betra í dag en fyrir tíu árum, enda eru skattar á meðaltekjur lægri en þá.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.