Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 35

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 35
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 33 Það er erfitt að ætla sér að setjast niður með ráðherra til að ræða almennt um stjórnmál og hugmyndafræði nú þegar allur heimurinn verður fyrir áhrifum vegna útbreiðslu kórónu- veirunnar. Hér á landi hefur ríkisstjórnin brugðist hratt við og kynnt umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til að minnka höggið sem af þessu skapast. Það liggur ekki fyrir hversu langan tíma það mun taka að ræsa hagkerfi heimsins á ný né hversu slæmar afleiðingar útbreiðsla veirunnar mun hafa á íslenskt efnahagslíf. Það sem við vitum þó er að þær verða miklar. Því er ekki hjá því komist að hefja viðtal við Þórdísi Kolbrúnu á því að spyrja um stöðuna nú, enda ljóst að mikið mun mæða á ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er auðvitað gríðarlegt högg en við fórum hratt af stað í það að reyna að meta stöðuna og teikna upp ólíkar sviðsmyndir. Við höfum séð þær sviðsmyndir breytast nær daglega og jafnvel innan sama sólarhrings,“ segir Þórdís Kolbrún. „Ég tel að það hafi verið rétt að útfæra aðgerðir til að bregðast við þessari stöðu áður en þær voru kynntar. Það er að einhverju leyti ólíkt því sem sum önnur ríki hafa gert. Við erum að leggja höfuðáherslu á starfsfólk, þ.e. að verja störfin eins og hægt er. Ríkið er nú að greiða stóran hluta launa í landinu í ákveðinn tíma. Því til viðbótar var greiðslu opinberra gjalda og staðgreiðslu frestað. Við, eins og allir aðrir, vonuðumst til þess að þetta yrði ekki langvinnt ástand en eins og staðan er nú getur enginn sagt nákvæmlega til um þróunina á næstu vikum og mánuðum. Ástandið mun vara lengur en menn töldu í fyrstu, áhrifin eru djúpstæðari og við munum þurfa að grípa til frekari aðgerða.“ Þórdís Kolbrún segir að unnið sé að því alla daga að meta þær aðgerðir sem ráðast þurfi í. „Það á ekki að vera feimnismál að tala um kreppu í þessu samhengi, því þetta er auðvitað ekkert annað en alvarleg kreppa,“ segir Þórdís Kolbrún. „Sumir hafa líkt þessu við stríðsástand. Munurinn er þó meðal annars sá að í stríði halda menn hagkerfinu gangandi með vopnaframleiðslu og annarri iðnaðarfram- leiðslu. Nú er hins vegar búið, í fyrsta sinn í sögunni, að gera tilraun til að svo gott sem slökkva á hagkerfum heimsins. Þessi staða á sér því engin fordæmi. Við höfum upplifað farsóttir og kreppur á liðnum áratugum og öldum en nú erum við miklu tengdari en áður og þetta hefur fljótt áhrif á öll hagkerfi. Alþjóðaviðskiptin hafa aldrei verið meiri en nú og hagkerfin hafa áhrif á hvert annað. Það veit enginn fyrir víst hvernig á að tækla þetta en allir eru sammála um að við ætlum að komast í gegnum þetta.“ Það veit enginn fyrir víst hvernig á að tækla þetta en allir eru sammála um að við ætlum að komast í gegnum þetta.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.