Þjóðmál - 01.03.2020, Page 40

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 40
38 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Nýsköpun er ekki tískuorð Þórdís Kolbrún er sem kunnugt er einnig ráðherra nýsköpunarmála og hefur í ráðherra tíð sinni lagt nokkra áherslu á mikil- vægi nýsköpunar. Nýsköpunarstefna fyrir Ísland var nýlega kynnt og skýrt er kveðið á um áherslu á nýsköpunarmál í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar. En nýsköpun er að sögn Þórdís Kolbrúnar ekki bara tískuorð á vettvangi stjórnmála heldur lykilforsenda í frekari framförum og verðmætasköpun. „Samfélaginu mun vegna vel ef Sjálfstæðis- flokkurinn nær að koma áherslumálum sínum í framkvæmd, og frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun er það sem flokkurinn stendur fyrir. Sköpunarkraftur og hugvit einstaklinga er ein mikilvægasta uppspretta verðmæta- sköpunar í samfélaginu enda í reynd ótakmörkuð auðlind,“ segir Þórdís Kolbrún. „Ég held að við getum ekki lagt of mikla áherslu á nýsköpun, það mun skipta öllu máli að leggja ofuráherslu á nýsköpun næstu misseri. Við erum í dag að búa til meiri verðmæti innan rótgróinna atvinnugreina með öflugri nýsköpun og fjárfestingu í nýrri tækni. Þegar maður horfir á helstu áskoranir samfélagsins, þá er ég þeirrar skoðunar að nýsköpun geti leyst þær flestar. Hvort sem við horfum á breytingar á störfum, fjórðu iðnbyltinguna, öldrun þjóða, loftslagsmál eða fæðuöryggi, þá er nýsköpun svarið. Það er margt að breytast um þessar mundir og sú staða sem nú ríkir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar mun flýta fyrir ákveðinni þróun sem í sumum tilvikum var þegar hafin. Kennsla mun breytast, starfshættir munu breytast hvort sem það er hjá einkageiranum eða hinu opinbera, heilbrigðiskerfið er að breytast og ég hef mikla ástríðu fyrir því að við stóraukum nýsköpun í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hvort sem það er þjónusta við eldri borgara eða í öðrum þáttum. Þannig viðhöldum við því velferðarsamfélagi sem við viljum halda uppi. Við verðum að horfa til þess að í framtíðinni verða líklega hlutfalls- lega færri á vinnumarkaði, við lifum lengur, flóknari lyf geta orðið dýrari og ef við aukum ekki nýsköpun í þessu kerfi getum við ekki borið það uppi eins og við gerum núna. Það er samfélagsleg sátt um að þessi kerfi séu öllum aðgengileg. Mér finnst vera vilji og stuðningur til að auka fjölbreytni og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins en við erum ekki alveg búin að ná því hvernig við ætlum að innleiða þær lausnir.“ Þá segir Þórdís Kolbrún að stofnun Kríu, sem er hvatasjóður sem fjárfestir í vísisjóðum, muni einfalda fjármögnun nýsköpunar og hún býst við því að erlendir fjárfestar horfi í auknum mæli til Íslands. „Stjórnmálin þurfa að taka þátt og ég lít á það sem hlutverk mitt sem nýsköpunar- ráðherra að auka umræðu um mikilvægi nýsköpunar og fara í aðgerðir sem efla

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.