Þjóðmál - 01.03.2020, Side 41

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 41
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 39 nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Við þurfum að auka umræðu um þá góðu hluti sem rótgróin fyrirtæki eru að gera í þessum málum en líka frumkvöðlaumhverfið, það gleymist stundum að mikilvægur hluti nýsköpunar fer fram innan rótgróinna fyrirtækja,“ segir Þórdís Kolbrún. „Í fullkomnum heimi dreymir börn og unglinga um að verða frumkvöðlar rétt eins og þau dreymir um að verða læknar, íþrótta- menn eða söngvarar. Þetta þarf því að byrja snemma og við þurfum að efla stuðning við frumkvöðlahugsun í grunn- og framhalds- skólum þannig að krakkar sjái framtíð sína í því að verða frumkvöðlar, stofna fyrirtæki og skapa verðmæti. Veruleiki þeirrar kynslóðar sem kemur á eftir okkur er allt annar en veru leiki okkar. Það þarf að ríkja ákveðinn skilningur á því. Einu sinni fjárfesti ríkið í stórum togurum af því að þess þurfti til að byggja upp hagkvæmari sjávarútveg. Við þurfum að gera öðruvísi en sambærilega hluti núna, því fjármögnun frumkvöðla er öðruvísi en hefðbundin fjármögnun. Þarna verða ný störf til, þarna verða lausnirnar til og þarna verða verðmætin til. Þetta mun efla samkeppnishæfni Íslands í heild sinni, þar með talið landsbyggðarinnar. Þetta er ekki spurning um sjávarútveg eða nýsköpun, heldur um það hvernig nýsköpun nýtist sjávarútvegi. Það sama má segja um stóriðju, ferðaþjónustu og margt fleira.“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.