Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 65

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 65
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 63 Kostir fyrir einstaklinga Þetta eru bara nokkur atriði af mörgum sem hafa skal í huga þegar lesið er í þessar breyt- ingar. Fyrst þetta er raunin sem markaðurinn er að kljást við skulum við skoða nokkra kosti og galla þess fyrir starfsmenn að vera í fjarvinnu. Atriði eins og þessi eru auðvitað mjög persónubundin en ná yfir algengustu kosti og galla þegar kemur að fjarvinnu. Kostir: Aukin framleiðni Rannsóknir frá Harvard Business Review sýna að störf á starfssviðum sem krefjast mikilla sjálfstæðra vinnubragða skila aukinni framleiðni starfsmanna ef þeir eru í fjarvinnu. Að auki fjarlægir það hefðbundnar vinnu- staðatruflanir fyrir þá starfsmenn sem þarfnast einbeitingar og friðar við störf. Sveigjanlegir tímar Með sveigjanlegri tímum til að klára verkefni hefur starfsmaður meiri tíma til að sinna öðrum þáttum sem gætu valdið streitu vegna tímaskorts í lok dags, eins og t.d. að fara með bílinn í viðgerð, sækja börn á leikskóla eða kaupa í matinn. Það að hafa þennan sveigjanleika dregur úr álagi starfsmanna. Þetta kemur vel út fyrir atvinnuveitandann, þar sem minna álag minnkar líkurnar á því að starfsmaðurinn segi upp og reynslan glatist innan fyrirtækisins. Tímasparnaður Með því að vera í fjarvinnu sparar starfs- maðurinn tíma og fjármagn við að fara til og frá vinnu á hverjum virkum degi. Sam- kvæmt nýjustu könnun Vegagerðarinnar um ferðavenjur á árinu 2018 er meðaltími til vinnustaðar á höfuðborgarsvæðinu rúmar 14 mínútur og 10 sekúndur. Sá tæpi hálftími á dag sem einstaklingur getur sparað sér í samgöngur getur verið mikils virði, bæði fyrir hann og fyrirtækið sem hann starfar hjá. Þetta er um 125-130 klst. á ári, eða rúmir fimm sólarhringar. Við þetta má bæta því að töluverðum fjölda starfa er hægt að sinna óháð staðsetningu. Möguleikar á fjarvinnu geta einnig haft jákvæð áhrif á byggðarþróun hér á landi. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu gæti þannig verið með starfsmann sem býr á landsbyg- gðinni eða öfugt. Gallar: Persónuleg samskipti Að vera í fjarvinnu takmarkar persónuleg samskipti við samstarfsmenn og viðskipta- vini. Sumir gætu horft á þessi samskipti sem truflandi en öðrum þótt þetta góð leið til að eignast vini og vinna saman að verkefnum sem mögulega styrkja stöðu fyrirtækis enn frekar. Óregla í lífi Fjarvinna setur pressu á getu einstaklinga til að starfa sjálfstætt og haga lífi sínu þannig að allt gangi upp. Skortur á sjálfsaga og skipu- lagi getur leitt til þess að gallar fjarvinnunnar standi framar kostum hennar. Netöryggismál Að starfa á netinu getur fært fyrirtæki ýmsa kosti en á sama tíma krefst það þess að farið sé varlega með þær upplýsingar sem starfsmanni eru faldar. Því er mikilvægt að nýta þau tól og fara eftir þeim reglum sem fyrirtæki setja. Góð regla er að notast við VPN-þjónustur og tengja ekki vinnutól við opnar nettengingar sem oft eru óverndaðar gagnvart þeim sem liggja á leyni og hlera gögnin og upplýsingarnar sem þar flæða um. Góðar venjur við fjarvinnu Það liggur ljóst fyrir að möguleikar á fjarvinnu munu aukast og bæði fyrirtæki og einstaklingar munu horfa til þeirra tækifæra sem þeir færa. Því er ekki úr vegi að velta því upp hvernig hægt sé að gera það besta úr þessu. Þessi atriði hef ég þurft að temja mér á mínum vinnustað og gerðu þau mikið fyrir afkastagetu mína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.