Þjóðmál - 01.03.2020, Page 66

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 66
64 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 1. Settu þér tímamörk Fyrsta atriðið og eitt það mikilvægasta er að setja sér tímamörk. Að ákveða hvenær þú ætlar að vinna, hvenær þú tekur pásu og hvenær þú ætlar að hætta að vinna. Þótt maður sé heima hjá sér þurfa hefðbundnir vinnutímar ekki að breytast, þótt þeir eðlilega verði sveigjanlegri. Góð regla er að skipuleggja daginn eins og hvern annan eðli- legan vinnudag sem hægt er að bregða út af við einstaka aðstæður. Byrja t.d. að vinna klukkan 8.00 og hætta vinnu á slaginu 16.00. 2. Búðu til morgunrútínu Eitt það erfiðasta sem ég upplifði þegar ég hóf störf í fjarvinnu var að vakna á morgnana og byrja að vinna. Það er auðvelt að vera góður við sjálfan sig og leyfa sér að sofa aðeins lengur eða vera aðeins lengur í símanum eða tölvunni kvöldið áður. Leiðin til að sigrast á þessu er að búa til góða og skipulagða rútínu. Að vakna snemma, fara í sturtu og klæða sig í vinnufötin, hella upp á kaffi og fá sér morgunmat meðan maður les fréttirnar. Þetta er einföld rútína en gerir kraftaverk við að koma sér í vinnugírinn. 3. Taktu þér pásu og notaðu þann tíma vel Allt of oft hef ég staðið sjálfan mig að því að festast í vinnumálum og sitja klukkustundum saman við tölvuna og gleyma öllu í kringum mig. Það er gott að temja sér ákveðna tíma fyrir pásu yfir daginn til að slaka aðeins á og endurheimta einbeitinguna. Það er venjan í Bandaríkjunum að taka klukkustundar hádegishlé og tvö 15 mínútna hlé yfir daginn. Fyrir þá sem eiga erfitt með að gera þetta eru til mismunandi snjalllausnir eins og t.d. TimeOut fyrir Mac eða SmartBreak fyrir Windows sem læsa mann út úr tölvunni og passa að maður taki þessar pásur sem maður hefur lofað sjálfum sér. 4. Haltu skipulögðu vinnurými Í fullkomnum heimi væru allir heimavinnandi með tvær tölvur, aðra fyrir persónulega notkun og hina fyrir vinnuna, það er góð leið til að aðskilja vinnuna frá einkalífinu. En fáir lifa við þann lúxus. Það sem fæstir hafa er skrifstofa til að vinna í heima hjá sér. Það sem er hægt að gera í staðinn er að tileinka ákveðið svæði á skrifborði og uppsetningu sem segir að þú sért mættur til vinnu. Gott ráð er að setja vinnu aðstöðuna upp á þann hátt að þér líði eins og þú sért að vinna, til dæmis að tengja skjá og lyklaborð við fartölvuna. 5. Notaðu skipulagsforrit Það tók mig smá tíma að skipta minnisblöðum út fyrir skipulagsforrit, en ef ég hefði áttað mig á því fyrr hversu mikilvæg þau eru fyrir dagleg afköst hefði ég tamið mér það fyrir löngu. Það forrit sem ég mæli með heitir Todoist og er hægt að hlaða því niður í bæði tölvu og síma. Við lifum á tíma sveigjanleika. Þessi þróun fjarvinnu í COVID-19 ástandinu hefur aðeins flýtt fyrir breytingum sem hafa verið lengi í þróun og eru óhjákvæmilegar. Það ætti að taka þessum breytingum með opnum örmum og aðlaga þann rekstur og störf sem hægt er við fyrsta tækifæri. Rétt eins og iðnvæðingin gjörbreytti heiminum hefur tæknivæðingin gert hið sama. Fjarvinna er aðeins einn liður í þróun nútímans til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri hjá Students of Liberty.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.