Þjóðmál - 01.03.2020, Page 73

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 73
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 71 Magnús Lyngdal Magnússon Af Sergej Lemeshev Klassísk tónlist Það er stundum sagt að Arturo Toscanini hafi talið helsta afrek sitt á löngum ferli að hafa útrýmt söngstíl 19. aldar; söngstíl sem einkenndist af portamentói (tilhneigingu til að renna sér á milli tóna), ekka, tilgerð og kannski falsettu. Gamli maðurinn á endrum og sinnum að hafa dregið fram hljóðritun af aríu Alfredos, „De’ miei bollenti spiriti“, úr öðrum þætti La traviata með ítalska tenórsöngvaranum Fernando de Lucia, og sagt að svona ætti ekki að syngja. Í staðinn kynnti hann til sögunnar söngvara á borð við Jan Peerce sem telst vart spennandi í dag – að minnsta kosti ef dæma má af hljóð- ritunum. Í Sovétríkjunum eimdi hins vegar eftir af ekka þeirra ítölsku, eins og stundum er sagt, og það vel fram yfir miðja 20. öld. Sergej Jakovlevits Lemeshev fæddist í Staroye Knyazevo í Tver-sýslu í Rússlandi árið 1902. Foreldrar hans voru fátækir bændur og var syninum ætlað að nema skósmíði. Þær fyrirætlanir breyttust þegar Sergej missti föður sinn aðeins tíu ára gamall og það kom í hlut hans að sjá fjölskyldunni farborða. Aðstæður hans breyttust hins vegar þegar Kvashnin-fjölskyldan fluttist í næsta nágrenni við Lemeshev-fjölskylduna. Hjónin Nikolaj Aleksandrovits og Evgenia Nikolaevna Kvashnin tóku ástfóstri við Lemeshev og þar komst hann í fyrsta skipti í kynni við klassíska tónlist en það sem mikilvægara er, hjónin uppgötvuðu tónlistarhæfileika drengsins. Þau hvöttu Lemeshev til að læra söng en móðir hans var efins; hún vildi að sonurinn legði drög að öruggara framtíðarstarfi. Það var ekki fyrr en henni var tjáð að sonurinn myndi þéna meira á einu kvöldi sem söngvari en á heilu sumri úti á akrinum að hún samþykkti að Lemeshev fengi að þreifa fyrir sér sem tónlistarmaður. Rússneski tenórsöngvarinn Sergej Lemeshev (1902-1977) naut gríðarlegra vinsælda í Sovétríkjunum og átti dygga aðdáendur sem mynduðu andstæða fylkingu við aðdáendur Ivans Kozlovsky (1900-1993), helsta keppinautar Lemeshevs.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.