Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 74

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 74
72 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Það var því einn kaldan desembermorgun árið 1919 að Lemeshev lagði af stað til borgarinnar Tver í næsta nágrenni við Staroye Knyazevo til að þreyta frumraun sína sem söngvari. Efnisskráin samanstóð af tveimur aríum og nokkrum rússneskum þjóðlögum og nægði, þótt fábrotin væri, til að vinna hug og hjörtu áhorfenda. Fjölskylda Lemeshevs var lítt efnum búin og hafði því ekki ráð á að kosta hann til háskólanáms. Til þess að láta drauminn rætast innritaðist hann því í herskóla í Tver árið 1921, en innan vébanda skólans var lítil listadeild. Hæfileikar Lemeshevs duldust þó engum og innan tíðar hlaut hann styrk til að nema söng við Listaháskólann í Moskvu og óperustúdíó Bolshoj-leikhússins undir leiðsögn leikstjórans Stanislavskys. Lemeshev útskrifaðist 1925 og fékk þegar samning við Bolshoj-óperuna en aðeins upp á smærri hlutverk. Hann afréð því að flytja sig um set og syngja stærri hlutverk við minni hús, fyrst í Sverdlovsk (nú Jekaterinborg) árið 1926 og síðar í bæði rússnesku óperunni í Harbin í Kína og loks í Tiblisí í Georgíu. Lemeshev sneri aftur í Bolshoj-leikhúsið 1931 og söng sem aðaltenór við húsið til 1956 ásamt aðalkeppinauti sínum, Kozlovsky. Við Bolshoj-óperuna söng Lemeshev öll helstu rússnesku hlutverkin en hann lét þó ekki hvað síst að sér kveða í ítölskum og frönskum hlutverkum. Hér má nefna Alma- viva greifa í Rakaranum í Sevilla, Alfredo í La traviata, Greifann af Mantúa í Rígólettó og Rodolfo í La bohème; enn fremur má tína til Nadir í Perluköfurum Bizets, Fra Diavolo í samnefndri óperu Aubers, titilhlutverkið í Werther eftir Massenet og þó ekki hvað síst hlutverk Fausts í samnefndu verki Gounods. Uppistaðan var þó rússnesk hlutverk. Oftast söng hann hlutverk Lenskís í Évgení Onegin eftir Tsjaíkovsky, hlutverk sem hann söng fimm hundruð og einu sinni á sviði, fyrst árið 1927 og í síðasta skipti í tilefni af sjötugs- afmæli sínu 1972 – þá að undangengnum þremur hjartaáföllum og með annað lungað samfallið. Það er haft fyrir satt að Lemeshev hafi lifað sig algjörlega inn í hlutverk skáldsins unga og að einkenni sem Alexander Púshkin léði Lenskí hafi endurspeglast í fari söngvarans, það er að segja karakter sem er duttlunga- fullur, harmrænn og kannski eilítið einfaldur. Helsti keppinautur Lemeshevs var, eins og fyrr segir, Ivan Kozlovsky. Þeir voru gjörólíkir til orðs og æðis; Lemeshev hlédrægur og fágaður en Kozlovsky meira út á við og þreifst best á ótakmarkaðri athygli aðdáenda sinna. Kozlovsky hafði líka betri hæð en Lemeshev – það var óumdeilt – og ólíkt Kozlovsky átti Lemeshev átti það til að klikka á viðkvæmum stöðum þar sem reyndi mikið á háa tónsviðið. Kozlovsky var líka frægur fyrir alls kyns sýndarmennsku og var raunar umdeildur. Breskur gagnrýnandi orðaði það eitt sinn svo að ein hugsanleg leið til að skipta heiminum væri á milli aðdáenda og andstæðinga Kozlovskys og hann átti það sannarlega til að vera smekklaus – því er ekki að neita – jafnvel á mælikvarða tíðarandans. Því má líka bæta við að Kozlovsky var eftirlætissöngvari Stalíns og eru til ýmsar sögur af samskiptum þeirra. Stalín átti það til að kalla eftir söngvaranum á ólíklegustu tímum sólarhringsins og leika sjálfur undir á píanó þegar Kozlovsky söng. Vinskapur þeirra varð þó ekki til þess að Kozlovsky fengi að syngja á Vesturlöndum, enda kom hann aldrei fram utan Sovét ríkjanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.