Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 75

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 75
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 73 En snúum okkur aftur að Lemeshev. Í ævisögu sinni víkur Galína Vísnevskaja víða að honum og þá ávallt hlýlega. Hún minnist meðal annars sýninga með Lemeshev, þeirra áhrifa sem hann hafði á samferðafólk sitt og ekki hvað síst á rússneska alþýðu. Við skulum grípa hér rétt sem snöggvast niður í skrif Galínu, hér í íslenskri þýðingu Guðrúnar Egilson (1990), þar sem hún dregur saman mannkosti Lemeshevs: „Áratugum saman var Sergej Lemeshev átrúnaðargoð almennings. Lenskí, Rómeó, Alfredo, Hertoginn af Mantúa, Fra Diavolo, Almaviva ... í þessum hlutverkum átti hann ekki jafnoka og í Sovét-Rússlandi hefur ekki verið, og mun ekki verða lengi enn, listamaður sem sameinar bestu kosti hans, heillandi rödd, ómótstæðilega töfra og sjálfsstjórn. Hann var listamaður fram í fingur- góma og í öllu sínu viðmóti, hreyfingum, svipbrigðum og brosi. Allar þær tilfinningar, sem hann túlkaði, frá ást til haturs, voru ósviknar og listrænar. Hann var alltaf glæsi- legur og háttvís og hafði næma tilfinningu fyrir búningum hvers tímabils. Allt fram að lokum ferils síns var hann æskumaður á sviðinu, elskaður og viðkvæmur. Þó að hann væri orðinn sjötugur komust aðdáendur hans í leiðslu í hvert skipti sem hann söng Lenskí við Bolshoj. Þær tilfinningar, sem hann vakti upp hjá konum, voru ekki ástríðuþrungnar heldur í ætt við blíðu og vorkunnsemi, en þannig er konum eiginlegast að finna til og slíkar tilfinningar þeirra eru upprunalegri og varanlegri en aðrar. Sergej Lemeshev! Söngvari ástarinnar, söngvari harmsins!“ Það eru engar ýkjur hjá Galínu Vísnevskaju að Lemeshev hafi verið átrúnaðargoð alþýðunnar. Hann söng á óteljandi tónleikum víða um Sovétríkin og lagaval hans naut mikilla vinsælda; efnisskrá hans taldi 700 rússnesk þjóðlög, rómönsur og sönglög. Sem dæmi má nefna að hann söng allar hundrað rómönsur Tsjaíkovskys á fimm tónleikum árið 1939 við einstaklega góðar undirtektir. Það var þó fyrst og fremst með hógværð og óeigingirni sem Lemeshev ávann sér ómældar vinsældir; hann frábað sér alla tilgerð og var þekktur fyrir vinnusemi og alúð við þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur hverju sinni. Honum hefur enda stundum verið líkt við austurrískan starfs- bróður sinn, ellefu árum eldri, sem naut sambærilegra vinsælda í Þýskalandi og Lemeshev bjó við í Sovétríkjunum, það er að segja Richard Tauber. Það má kannski segja að rödd Lemeshevs hafi verið bæði mjúk og björt en um leið ofin harmrænum þráðum. Hann hafði þennan dæmigerða silfurtæra slavneska hljóm sem þó var ekki stór en í senn algjörlega áreynslu- laus, jafnvel upp á hæstu tóna (þó svo að stundum hafi hann átt erfitt með hæðina). Bent hefur verið á að Lemeshev hafi sungið sul soffio, eða með öðrum orðum hallað sér á andann og forðast grunna öndun með öllu, ekki ósvipað Caruso og Lori-Volpi. Lemeshev söng nánast aldrei utan Sovétr- íkjanna. Það er nú skammt á milli þeirra félaga og keppinauta, Lemeshevs og Kozlovskys, þar sem þeir hvíla í Novodevichy- kirkjugarðinum í Moskvu. Lemeshev lést 1977 en Kozlovsky lést í hárri elli árið 1993, þá á 94. aldursári, en níræður hafði hann síðast sungið opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.