Þjóðmál - 01.03.2020, Side 76

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 76
74 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Afnám haftanna - Samningar aldarinnar? Útgefandi: Almenna bókafélagið Höfundur: Sigurður Már Jónsson Í þessari stórfróðlegu bók fer Sigurður Már Jónsson, fv. upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar innar, yfir hvað raunverulega gerðist á bak við tjöldin í aðdraganda þess að samið var við kröfuhafa. Lýst er aðferðafræði, vinnubrögðum og árangri samningamanna og farið yfir mótleiki erlendra viðsemjenda. Lýst er átökum innan íslensku stjórnsýslunnar og hvers vegna leita varð út fyrir stjórnkerfið eftir aðstoð. Þá er fjallað er um hvernig sumir Íslendingar snérust á sveif með erlendum vogunar- sjóðum og hve hagsmunir þeirra sem sátu í skilanefndum og slitastjórnum föllnu bankanna fóru illa saman við hagsmuni þjóðarinnar. Bókin er afrakstur rækilegrar heimildavinnu þrautreynds blaðamanns og ritstjóra, þar sem rætt var við á fimmta tug manna sem komu að málinu á ýmsum stigum en ein- nig er stuðst við áður óbirt trúnaðargögn og leyniskjöl. Niðurstaðan er einstæð bók um einstæða samninga sem gjörbreyttu fjárhagsstöðu þjóðarinnnar. Þjóðmál birtir hér stuttan kafla úr bókinni. Skundað á Þingvöll Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra vildi að hópurinn sem vann að haftaafnáminu myndi hittast sem fyrst og kaus að hafa dálitla athöfn í kringum það. Engan stað vissi hann betri til þess en bústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Hann er hugsaður sem sumarbústaður ráðherrans og einkaafdrep hans. Mjög er misjafnt hve mikið forsætisráðherrar nota Þingvallabústaðinn en Sigmundur Davíð kunni vel við sig þar. Hann sótti því gjarnan þangað og hélt þar ýmsa fundi. Þar hittust til dæmis helstu ráðgjafar hans varðandi Leiðréttinguna. Forsætis- ráðherra taldi að staðurinn efldi samstöðu og bauð því öllum hópnum þangað í kvöldverð um miðjan júní. Gestir voru boðaðir klukkan 19 og fljótlega hélt Sigmundur Davíð stutta ræðu þar sem hann brýndi fyrir þeim mikil- vægi þess að gefa ekkert eftir í þeirri baráttu sem framundan var. Hann greip til samlíkingar við lest sem brunaði áfram í átt að gili og myndi hún steypast ef hún færði sig ekki yfir á aðra teina. Björgunin gæti falist í falinni brú sem bera myndi lestina inn á nýja braut. Fundarmenn skildu samlíkinguna enda dró hann ekki dul á að efnahagsleg velferð þjóðarinnar ylti á því að þeim tækist vel til í vinnunni framundan. Þetta var kvöld eins og þau gerast fegurst í þjóðgarðinum. Eftir ræðu forsætisráðherra gengu gestir út fyrir og nutu útsýnis og veðurblíðu með glas í hendi. Bókakynning

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.