Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 77

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 77
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 75 Má Guðmundssyni seðlabankastjóra hafði verið boðið til fundarins en tjáð að hann hæfist klukkan 20. Það var gert að undirlagi Sigmundar Davíðs sem vildi sýna honum að Seðlabankinn væri ekki í bílstjórasætinu í þeirri vinnu sem framundan var. Þegar Már kom á Þingvöll gekk hann glaður og reifur inn í hópinn en varð þess fljótt áskynja að athöfnin hafði byrjað nokkru áður. Nærstaddir tóku eftir því að við það fölnaði hann og varð órór. Móttakan stóð til miðnættis og voru gestir fluttir til Reykjavíkur í rútu. Már hafði hins vegar látið sækja sig nokkru áður og horfið brúnaþungur á braut. Má Guðmundssyni hefur sjálfsagt ekki verið rótt yfir stöðu sinni á þessum tíma. Fjármála- ráðuneytið hafði loks auglýst stöðu seðla- bankastjóra lausa til umsóknar hinn 2. júní. Hann var þögull um fyrirætlanir sínar til að byrja með á meðan hann kannaði baklandið. Það var ekki fyrr en Már mætti í viðtal í sjónvarpsþættinum Eyjunni 15. júní að hann staðfesti að hann væri meðal umsækjenda. Sumir glöddust meira en aðrir. „Fagnið! Stjórnandi Seðlabanka Íslands, Már Guðmundsson, hyggst sækja um stöðu seðla- bankastjóra fimm ár til viðbótar,“ skrifaði Einar Karl Haraldsson í fréttabréfi sínu til kröfuhafa. Tekur Einar Karl fram að Már hafi greint frá þessu í sjónvarpsþætti á Stöð 2 undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi áhrifa- og innanbúðarmanns hjá Framsóknarflokknum, og eins eigenda vefsíðunnar Eyjunnar. Sá sjónvarpsþáttur „sé í auknum mæli að verða vettvangur fyrir fulltrúa ríkisstjórnar innar og embættismenn til að skýra mál sitt“. Einar Karl skrifaði að tímasetning þessarar yfirlýsingar og hve sjálfsöruggur Már hefði verið í framkomu sinni væru álitin merki um að Ríkisendurskoðun hefði „sýknað“ hann vegna málskostnaðarmálsins. Þarna var Einar Karl að vísa í nýlegar fréttir þess efnis að Már hefði haldið því leyndu að Seðla- bankinn greiddi fyrir málsókn hans sjálfs gegn bankanum vegna launadeilu. Málið var auðvitað hið vandræðalegasta og margir stjórnarliðar töldu Má þurfa að gjalda þess. Einar Karl Haraldsson hélt áfram að upplýsa kröfuhafa. Í skýrslu við þetta tækifæri kvaðst hann hafa verið í sextugsafmæli Más Guðmundssonar í tónlistarhúsinu Hörpu laugar daginn 21. júní. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði þar flutt „fram- boðsræðu fyrir Má“. Taldi Einar Karl einsýnt að forsetinn væri að senda skilaboð til fjarstaddra ráðherra í ríkisstjórninni. „En yðar trúr frétta- ritari var að sjálfsögðu á staðnum, sem vinur fjölskyldunnar,“ skrifaði Einar. Rétt eftir miðjan júlí var upplýst að hagfræði- prófessorarnir Friðrik Már Baldursson og Ragnar Árnason væru, ásamt Má Guðmundssyni, taldir hæfastir umsækjenda til að gegna stöðu Seðlabankastjóra að mati hæfisnefndar sem fjármála- og efnahagsráðherra hafði skipað. Nú var forystumönnum ríkisstjórnar innar vandi á höndum þar sem þeir vissu um megna óánægju margra með störf Más. Þá fór hrollur um suma embættismenn fjármálaráðuneyti- sins og Seðlabankans yfir þeim möguleika að Ragnar Árnason yrði ráðinn. Hann hafði gagn- rýnt mjög vinnubrögð starfsmanna bankans og töldu þeir þar af leiðandi ráðningu hans beina ögrun við þá. Ragnar hafði meðal annars farið hörðum orðum um stjórnsýslu Gjaldeyriseftirlitsins. Embættismenn gera ekki að gamni sínu, segir í leikritinu Nas- hyrningunum eftir Eugene Ionesco en Einar Karl benti á skemmti legar þversagnir í þessu öllu í skýrslu sinni þegar hann upplýsti lesen- dur sína um að Már og Ragnar væru báðir fyrrverandi vinstrimenn. „Erum við það ekki allir?“ spurði Einar Karl í framhaldinu. Már Guðmundsson beitti sér einnig hart í málinu. Hann átti samtöl við Bjarna Benedikts son fjármálaráðherra sem hafði veitingarvaldið og kvaðst vera reiðubúinn að vera tiltölulega stutt í viðbót sem seðla- bankastjóri. Hann vildi þó fara út um aðal- dyrnar en ekki vera rekinn út bakdyramegin. Már sagði skyndileg starfslok spilla fyrir möguleikum sínum á góðri stöðu erlendis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.