Þjóðmál - 01.03.2020, Side 84

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 84
82 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Stjórnmálasaga Kjartan Fjeldsted Öld öfganna Breski marxistinn og sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm kaus að kalla þriðja bindi mannkyns sögu sinnar, sem kom út árið 1994, Öld öfganna: Saga stuttu tuttugustu aldarinnar, 1914-1991. Hobsbawm tímasetur þannig „stuttu“ tuttugustu öldina frá upphafi fyrri heims- styrjaldar og til falls Sovétríkjanna árið 1991. Á sama hátt talaði Hobsbawm um „löngu“ nítjándu öldina, sem staðið hefði frá upphafi frönsku stjórnarbyltingarinnar árið 1789 til upphafs fyrri heimsstyrjaldar árið 1914. Þetta tímatal mótast þannig af þeim viðburðum sem mörkuðu upphaf þeirra. Það að tímabilið 1914-1991 hafi einkennst af öfgum þarf vart að skýra. „Líkt og snerting okkar væri smitandi spillum við hlutum, sem eru í sjálfu sér lofsverðir og góðir: við tileinkum okkur dyggðir af svo miklu offorsi að þær snúast upp í andhverfu sína. Þeir sem halda því fram, að það séu aldrei neinar öfgar fólgnar í dyggðum, því að þær geti ekki verið dyggðir þegar þær hafa snúist upp í öfga, eru aðeins að leika sér að orðum.“ – Montaigne Lenín, Hitler, Cohn-Bendit og langa tuttugasta öldin Breski marxistinn og sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm (f. 1917 – d. 2012)

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.